Byggingafulltrúinn hefur tjáð sig

Ég lofaði að láta ykkur vita hvernig færi með svarið frá Ómari byggingarfulltrúa

Það hljóðaði svo :

Sæl, því miður þá gengur seint að fá deiliskipulagið af Hvömmunum klárað svo megi auglýsa, en ég held áfram að kalla eftir því skipulagi.
 

Með bestu kveðju
Ómar Þröstur Björgólfsson

skipulags- og byggingarfulltrúi

Fljótsdalshéraðs

 Svo mörg voru þau orð, segir mér ekki neitt en hann svaraði mér allavega.

 

Annars er það helst að frétta að ég er að fara austur að morgunn, stutt stopp. Ég á að kynna leikskólakennarafræðina í ME á fimmtudaginn og segja öllum hverslags snilldar skóli Háskólinn á Akureyri sé. Fer austur ásamt fríðu föruneyti býst ég við. Árshátíð FSHA er á laugardaginn og þemað er Óskarsverðlaunaafhendingin. Ég klikka auðvitað ekki á þemanu heldur fékk ég lánaðan rauðan síðkjól frá 1960 sem Frænka á Hjallhól átti. Ég sá einmitt að rautt var inn á Óskarnum í ár þannig að þetta er allt að gera sig. 

Svo eru svona stærri tíðindin þau að fjölskyldan er að stækka. En meira um það síðar enda langt í land :)

 

heilsist ykkur

Þórey

p.s. bókin á náttborðinu er Karitas án titils verðugt lesefni


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Á að fara að fá sér hund???

Mjónsson (IP-tala skráð) 27.2.2008 kl. 09:44

2 identicon

Já það er staðfest!

Fáum hann sennilega eftir 5-6 vikur, þeir eru tveggja vikna núna :)

ÞóreyBirna (IP-tala skráð) 27.2.2008 kl. 10:29

3 identicon

Hæ, ég hélt að ég væri að lesa eitthvað svaka skúbb.. að það væri eitthvað í ofninum.... en bróður þínum virðist ekki hafa dottið það í hug ;) hvernig hund ætliði að fá ykkur? :)

Harpa Rún (IP-tala skráð) 6.3.2008 kl. 08:41

4 Smámynd: Þórey Birna Jónsdóttir

við fáum svartan labarador hund :) spennan er í hámarki, ca fjórar vikur í afhendingu

Þórey Birna Jónsdóttir, 8.3.2008 kl. 22:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband