Bloggfærslur mánaðarins, mars 2008

Hver ósköpin ganga eiginlega á!!

Þið sáuð kannski samtal Ágústar Ólafs varaformanns Samfylkingarinnar og Guðna Ágústsonar formanns framsóknarflokksins í Kastljósinu fyrr í kvöld. Þar setur Guðni fram góðar tillögur sem myndu hjálpa fólkinu í landi, það kemur ekki svo mikið við peningabuddu almúgans þó að gengi krónunnar hækki um nokkur stig eða hlutabréfamarkaðurinn nái sér aftur á strik. Það gerir það kannski með tímanum, en spurningin er hvað á að gera núna. Framsóknarmenn vilja lækka gjöld af olíu og bensíni og bara það eitt mynda rétta úr kút íslenskrar meðalfjölskyldu svo um munar. Einnig vilja framsóknarmenn afnema matarskatta og að stimpilgjöld verði afnumin nú þegar. Fréttamaðurinn kemur réttilega inn á það að sitthvað af því sem Guðni nefnir sé í stjórnarsáttmálanum en hvernig væri þá fyrir þessa blessuðu ríkisstjórn að reyna að gera eitthvað af því sem kemur fram í þessum stjórnarsáttmála, það þýðir ekkert að vísa endalaust í eitthvað plagg, jahh ekki nema fólk eigi að éta stjórnarsáttmálann í bland við niðursuðuvörurnar og Cheeriosið. 

Ágúst Ólafur kemur inn á það líkt og formaður samfylkingarinnar um helgina að lækka eigi innflutningsskatta á hvítu kjöti. Þetta kemur verulega illa við svína og kjúklingabændur hérlendis og segja þeir að þetta geti orðið til þess að þeir þurfi að bregða búi. Ágúst Ólafur segir reyndar svo skemmtilega í viðtalinu og lýsir það ákveðinni fyrirlitningu og einhverskonar borgarpólitík að hagkerfið sé að vernda 2 kjúklingabændur og 16 svínabændur, við erum ekki að hafa neinn hag að því segir hann. Hann íslensk heimili blæða fyrir það að skjaldborg sé slegið utan um dýran landbúnað sem þennan. Ég get nú bara talað fyrir mitt leyti en ég get ekki séð að það sé verðið á kjúklingunum eða svínakjötinu sem er að draga íslenskuþjóðina til dauða á þessum síðustu og verstu tímum.  En ef að skattar verða afnumdir þá mun ríkisstjórninni sennilega takast að draga að minnsta kosti þessar 18 fjölskyldur sem hafa beinan hag sinn af kjúklinga- og svínarækt.

 

Hvað er eiginlega að gerast hérna!! 


Áfram Framsókn!

Þetta lýst mér vel á! Það er nauðsynlegt að ríkisstjórnin geri eitthvað, það þýðir ekkert fyrir hjónaleysin að sitja bara með hendur í skauti og vona að Dabbi bjargi málunum. Þó svo að bláa höndin hafi löngu teygt arma sína yfir Ísland þá held ég nú sé mál að linni.

Sýnir þessi frammistaða ríkisstjórnarinnar ekki bara nákvæmlega það sem gert hefur verið í tíð hennar. EKKERT! nú í vor er hjónaband sjálfstæðismanna og samfylkingar búið að vara í eitt ár.  Við eigum eftir þrjú ár í þessum búskap, mér finnst ekki vænlegt að hugsa til þess hvernig staðan verður hér á landi þá. Ef við tökum mið af eldsneytishækkunum síðustu mánaða þá mun bensínlítrinn sennilega kosta um 1000 kr. það væri nú aldeilis fínt. Nei ég held að ríkisstjórnin ætti annað hvort að gera eitthvað í málunum og það strax eða sjá sóma sinn í því að stíga frá stóli. 

Kæra ríkisstjórn-Leiðið ekki íslensku þjóðina til glötunar!


mbl.is Fara fram á sameiginlegan fund nefnda á Alþingi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kaldhæðni!

Skemmtilegt að þessi niðurstaða skildist birtast einmitt í dag þar sem kærasti minn eyddi þremur tímum á FSA í morgun. Þá var hann að koma í annað sinn á tveimur vikum með bólgin lið í þumal fingri, svo bólgin að hann getur alls ekki hreyft fingurinn. Hann beið fyrst í eina og hálfa klukkustund síðan var hann skoðaður og sendur í myndatöku, hann beið einhverja stund eftir henni. Þegar henni var lokið hófst klukkustundar bið eftir lækninum sem hafði skoðað hann upphaflega. Á þessum tímapunkti var hann orðinn ansi kaffiþyrstur og spurði einhverja dömu þarna hvar þau geymdu kaffikönnuna? Hún svaraði því til að kaffi væri ekki í boði, það væri eingöngu fyrir sjúklinga sem væru að koma úr aðgerð.

Þetta kalla ég mannréttindabrot og dónaskap. Að einhver sem spyr góðfúslega um kaffibolla eftir þriggja tíma bið á FSA geti ekki fengið hann nema vera lagður inn!!

Spurning hvort að þeir aðilar sem spurðir voru í þessari könnun hafi nokkurn tímann komið á FSA.


mbl.is Almenn ánægja með Sjúkrahúsið á Akureyri
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

samkeppni??

Öll samkeppni er af hinu góða! Ég man það þegar ég mætti á skrifstofuna til Ollu í den til að láta mæla mig fyrir útskriftina. Olla skrifstofuskvísa sagði mér að það væri bara hægt að fá þessar húfur hjá einum aðila og þær kostuðu þá 6000 kr. sem okkur fannst dýrt. Við ræddum mikið þessa einkavæðingu og fannst þetta ekki rétt.

Ég er ánægð með þessa pilta, það gerist ekkert og breytist ekkert nema þú breytir því sjálfur. Það er bara þannig!!

 Gaman er samt að sjá að gami var kotroskinn og sagði að þetta hefði verið reynt en hafði reyndar áhyggjur af því að þeir væru ekki farnir að saum húfur og útskriftirnar væru í maí. krúttlegurTounge


mbl.is Slegist um stúdentshúfur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þetta hljómar ekki vel!

Þetta hljómar ekki vel. Ég hélt að ég gerði mér grein fyrir því ástandi sem ríkir á Íslandi, en það geri ég greinilega ekki. Miðað við þessa frétt þá hljómar það ekkert alltof vel að vera að koma út úr háskóla í vor með fátt annað á bakinu en B.Ed-próf og skuldir. Eins og ég minnist á í bloggi hér á undan þá er spurning um að finna sér haldgóðan pappakassa. Þannig að þið sem eruð enn að eyða og eyða og eruð að kaupa eitthvað sem er í haldgóðum pappakössum megið endilega senda hann heim til mín.

paperbox01

 Með fyrirfram þökk

Þórey Birna


mbl.is Verst er að eiga ekkert „heim“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband