Gott kvöld

Það er ekki oft sem ég kemst við þegar ég horfi á sjónvarp. En í morgun var ég að horfa á þátt Ragnhildar Steinunnar, Gott kvöld. Viðmælandi hennar að þessu sinni var hinn margkunni og sumir vilja segja geðþekki Ásbjörn Morthens aka Bubbi. Margir góðir gestir komu fram í þættinum bæði í spjall og einnig til að flytja lög Bubba. Ein þessara góðu gesta var Gréta dóttir Bubba. Hún var að koma fram í fyrsta sinn opinberlega en hún sögn lag eftir pabba sinn ásamt honum og ég ræð mér ekki. Stelpan syngur alveg svakalega vel, hún hefur svo bjarta og virkilega fallegar rödd. Ég vissi ekki fyrr en ég var bara búin að missa mig ein fyrir framan sjónvarpið.

Ég kaupi plötuna hennar um leið og hún kemur út

Biddan kveður - "sérðu ekki við fæddumst til að standa hlið við hlið"


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

heyrðu halló halló. hér er allt komið á fúll svíng! skemmtilegt.

farðu vel með þig ljúfan.

dagný (IP-tala skráð) 5.10.2008 kl. 21:19

2 Smámynd: Dagmar Ýr Stefánsdóttir

Ég vil lísa yfir ánægju minni með það að þú sért farin að blogga eins og manneskja! Því miður missti ég af þessum þætti! Hélt einmitt að ég væri ekki að missa af neinu en önnur hefur verið raunin! Ojæja...

Dagmar Ýr Stefánsdóttir, 6.10.2008 kl. 08:46

3 identicon

Sammála.. hún syngur eins og engill!

 hvernig er það... mig er farið að lengja eftir mynd af bumbulíus!

Kveðja frá Nesk - Harpa Rún

Harpa Rún (IP-tala skráð) 6.10.2008 kl. 10:35

4 Smámynd: Ólafur Björnsson

Ööö hún syngur með nefinu....

Ólafur Björnsson, 7.10.2008 kl. 08:23

5 identicon

isss...erueru ekki bara einhverjir óléttuhormónar að gera þig óþarflega væmna.

ElsaGuðný (IP-tala skráð) 8.10.2008 kl. 16:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband