Bloggfærslur mánaðarins, maí 2008
Þetta gleður mig!
Miðvikudagur, 21. maí 2008
Tekið af heimasíðu Háskólans á Akureyri
Dagmar Ýr og Guðrún María ráðnar
Búið er að ráða Dagmar Ýr Stefánsdóttur í starf forstöðumanns markaðs- og kynningarsviðs og Guðrúnu Maríu Kristinsdóttur í starf ritara rektors. Dagmar mun hefja störf 1. júní en Guðrún María 1. ágúst.
Dagmar Ýr Stefánsdóttir kemur í stað Jónu Jónsdóttur sem lætur af störfum eftir sjö ára starfsferil. Dagmar Ýr er með B.A.-próf í fjölmiðlafræði frá Háskólanum á Akureyri. Hún hefur verið fréttamaður á sjónvarpsstöðinni N4, auk þess sem hún hefur komið að tilfallandi verkefnum hjá félagsvísinda- og lagadeild HA. Dagmar var valin úr hópi 32 umsækjenda og hefur störf 1. júní.
Guðrún María Kristinsdóttir kemur í stað Laufeyjar Sigurðardóttur en hún lætur af störfum sem ritari rektors eftir níu ára starfsferil. Guðrún María er með B.A.-próf í fornleifafræði og safnafræði frá Háskólanum í Lundi og hefur einnig stundað nám í opinberri stjórnsýslu. Hún hefur verið safnstjóri Minjasafnsins á Akureyri frá árinu 1998, en hefur störf sem ritari rektors 1. ágúst nk. Guðrún var valin úr hópi 15 umsækjenda um starfið.
heimild:http://www.unak.is
Það gleður mig svo mikið að Dagmar hafi hlotið þetta starf úr 32 manna hópi. Þú átt eftir að standa þig með prýði eins og í öllu sem þú tekur þér fyrir hendur. Gangi þér vel!!
Biddan-að springa úr stolti!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Áramótaskaupið var og verður sennilega snilld
Mánudagur, 19. maí 2008
Það er ekkert skemmtilegra en gamalt sjónvarpefni. Þegar þið eruð búin að horfa í 2mín og 50sek byrjar eitt mesta snilldaratriði í íslensku áramótaskaupi
ENJOY
Biddan kveður-vinnandi manneskja
Bloggar | Breytt s.d. kl. 22:14 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Tíminn er kominn!
Fimmtudagur, 8. maí 2008
Nú er stundin upp runninn. Stundin sem ég hélt í janúar að myndi aldrei koma. Sú stund þegar ég væri búin að skila lokaritgerðin, ritgerðinni sem ég hélt meiripart skólagöngu minnar í HA að ég gæti ekki skrifað, það væri ekki sjéns. Sú stund þar sem ég væri búin að skila öllum verkefnum vetrarins, sem í byrjun vetrar virtust ansi mörg og flókin og sú stund þar sem ég væri búin að ljúka lokaprófum misserisins. Sú stund er sem sagt upp runnin og ég veit bara ekkert hvað ég á af mér að gera. Ég þarf reyndar að flytja í Fellabæinn um helgina og fæ stóran flutningabíl á vegum KHB-mafíunnar með olíusparnaðarbílstjórann tengdaföður minn sem einkabílstjóra einnig mun faðir minn fljóta með sem aðstoðarbílstjóri en þar sem hann er þekktur fyrir að kitla pinnan þá er honum ekki treyst fyrir því að keyra því að olían er svo dýr og hann eyðir henni svo hratt :)
Það er eins og ég segi (máltæki konu sem ég vann einu sinni með) ætli ég verði ekki að fara að pakka. Ég myndi svo sannarlega æða í það, því illu er best aflokið, nema hvað að kassarnir fjörutíu sem tengdafaðir minn sendi mér með flutningabíl í gær skruppu aðeins á Húsavík að tjékka á stemmningunni. Þess í stað sit ég í stofunni á Strandgötu 43, sennilega í síðasta skiptið og slæpist með Kjabba og Sigmari.
En það eru merk tímamót í lífi mínu þessa dagana, ég er búin með leikskólakennarafræði við Háskólann á Akureyri, ég er reyndar ekki búin að fá út úr prófunum en ég hef ekki fallið í Háskólanum til þessa og ætli sé nokkuð staður né stund til að fara að byrja á því núna. Þann 14. júní mun ég síðan taka við skírteininu sem staðfestir það að ég megi taka í krakka og rassskella þau (nei djók). Þetta eru sum sé merk tímamót í lífi mínu því að fyrir þremur árum þegar ég flutti í Búðarfjöru 5 og hóf nám í leikskólakennarafræðum vissi ég að þessi stund myndi renna upp ég en vissi hins vegar ekki að tíminn myndi líða eins fljótt og raun ber vitni.
Jæja ég er að hugsa um að hætta þessarri ferð niður braut minninganna
kveðja Þórey-ég stend á skýi/tímamótum
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)