Þetta gleður mig!

Tekið af heimasíðu Háskólans á Akureyri

miðvikudagur 21. maí 2008

Dagmar Ýr og Guðrún María ráðnar

Guðrún María KristinsdóttirDagmar Ýr StefánsdóttirBúið er að ráða Dagmar Ýr Stefánsdóttur í starf forstöðumanns markaðs- og kynningarsviðs og Guðrúnu Maríu Kristinsdóttur í starf ritara rektors. Dagmar mun hefja störf 1. júní en Guðrún María 1. ágúst.

 

Dagmar Ýr Stefánsdóttir kemur í stað Jónu Jónsdóttur sem lætur af störfum eftir sjö ára starfsferil. Dagmar Ýr er með B.A.-próf í fjölmiðlafræði frá Háskólanum á Akureyri. Hún hefur verið fréttamaður á sjónvarpsstöðinni N4, auk þess sem hún hefur komið að tilfallandi verkefnum hjá félagsvísinda- og lagadeild HA. Dagmar var valin úr hópi 32 umsækjenda og hefur störf 1. júní.

Guðrún María Kristinsdóttir kemur í stað Laufeyjar Sigurðardóttur en hún lætur af störfum sem ritari rektors eftir níu ára starfsferil. Guðrún María er með B.A.-próf í fornleifafræði og safnafræði frá Háskólanum í Lundi og hefur einnig stundað nám í opinberri stjórnsýslu. Hún hefur verið safnstjóri Minjasafnsins á Akureyri frá árinu 1998, en hefur störf sem ritari rektors 1. ágúst nk. Guðrún var valin úr hópi 15 umsækjenda um starfið.

heimild:http://www.unak.is

Það gleður mig svo mikið að Dagmar hafi hlotið þetta starf úr 32 manna hópi. Þú átt eftir að standa þig með prýði eins og í öllu sem þú tekur þér fyrir hendur. Gangi þér vel!!

 Biddan-að springa úr stolti!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigríður Sigurðardóttir

Vá! Frábært!! Ég er líka svo rosalega stolt af henni Dagmar...!! Frábært!!

Sigríður Sigurðardóttir, 22.5.2008 kl. 18:44

2 Smámynd: Dagmar Ýr Stefánsdóttir

Þakka ykkur kærlega fyrir það :) Þetta er einmitt allt að fara af stað hjá mér og lítur alveg hreint ljómandi vel út!

Dagmar Ýr Stefánsdóttir, 28.5.2008 kl. 16:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband