Bloggfærslur mánaðarins, apríl 2008
Nú er veturinn liðinn!
Laugardagur, 26. apríl 2008
Þegar síðasti þáttur Spaugstofunnar hefur runnið sitt skeið og þeir félagar hafa flutt eða eins og í kvöld fengið aðra til að flytja lagið "Yfir til þín" þá er veturinn liðinn og sumarið á næsta leyti.
Spaugstofumenn hafa flutt þetta lag í lokaþætti sínum síðan 1992 að ég best veit og vona ég svo sannarlega að þeir geri það líka að ári þegar síðasti lokaþáttur þeirra verður settur í loftið.
Ég fann lagið því miður ekki á Youtube þannig að textinn verður að duga þangað til annað kemur í ljós en ef að einhver kannast ekki við lagið þá er minnsta málið að koma við í kaffi og ég skal með glöðu geði syngja það fyrir viðkomandi.
Takk fyrir veturinn!
Yfir til þín
| ||||||||||||
| ||||||||||||
| ||||||||||||
| ||||||||||||
| ||||||||||||
| ||||||||||||
| ||||||||||||
| ||||||||||||
| ||||||||||||
| ||||||||||||
| ||||||||||||
| ||||||||||||
| ||||||||||||
| ||||||||||||
| ||||||||||||
| ||||||||||||
| ||||||||||||
| ||||||||||||
| ||||||||||||
| ||||||||||||
| ||||||||||||
| ||||||||||||
| ||||||||||||
| ||||||||||||
| ||||||||||||
| ||||||||||||
| ||||||||||||
| ||||||||||||
| ||||||||||||
| ||||||||||||
|
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
bíddu-bíddu
Laugardagur, 26. apríl 2008
Hvað er að gerast! Þurfa náttúruverndarsinnar að éta hattinn sinn í dag?
Verði þeim bara að góðu!
Þórey Birna-meira ál minni mengun
Minni mengun frá álverum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (15)
Gleðilegt sumar
Föstudagur, 25. apríl 2008
Á sumardaginn fyrsta
var mér gefin kista
styttuband og klútur
mosóttur hrútur.
Gleðilegt sumar og takk fyrir veturinn!
á tenglinum hér fyrir ofan má finna frábært myndband eftir Guðjón Braga STefánsson við lag eftir Dúkkulísurnar, kíkið á það!
Bloggar | Breytt s.d. kl. 15:27 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Damien Rice, Emilíana Torrini og Magni í Bræðslunni í sumar
Laugardagur, 19. apríl 2008
Það er Bræðslunni mikill heiður að uppljóstra um dagskrána í sumar því hún er ekki af verri endanum.
Írska söngvaskáldið Damien Rice hefur boðað komu sína en Damien ætti að vera allnokkrum íslendingum að góðu kunnur enda komið hingað þrisvar til tónleikahalds. Tvisvar hefur Damien spilað fyrir troðfullu húsi á NASA og svo tók hann þátt í náttúrutónleikunum í Laugardalshöll á sínum tíma. Damien hefur gefið út tvær plötur á ferlinum sem selst hafa í miljónum eintaka og því um mikinn hvalreka að ræða fyrir Bræðsluna.
Emilíana Torrini ætlar að koma fram á Bræðslunni í sumar. Emilíana er að hluta til ábyrg fyrir því að Bræðslan fór af stað á sínum tíma því hún kom fram fyrsta árið sem hún var haldin og svo einnig árið eftir og þá dró hún Belle & Sebastian með sér. Emilíana tók sér frí í fyrra en mætir nú aftur í Bræðsluna galvösk. Emilíana er búin að helga tíma sínum undanfarið við upptökur á nýrri plötu sem væntanleg er á þessu ári.
Magni kemur einnig fram í Bræðslunni í sumar. Magni er íslendingum að sjálfsögðu vel kunnur sem forsprakki Á móti sól og ekki síst fyrir þátttöku sína í Rockstar Supernova. Magni er fæddur og uppalinn á Borgarfirði Eystri og hefur verið einn af skipuleggjendum hátíðarinnar með Áskeli Heiðari bróður sínum. Magni mun að öllum líkindum koma fram einn síns liðs í Bræðslunni í sumar.
Fyrirkomulag forsölu á Bræðsluna verður kynnt von bráðar en dagskráin og helgin er ljós þannig að fólk getur farið að taka helgina frá.
tekið af: http://www.borgarfjordureystri.is
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Himininn er að hrynja!
Fimmtudagur, 17. apríl 2008
Kannski eru spádómar unga litla að rætast.
Himininn er að hrynja!
Járnstykki féll af himnum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Hvað er með Björn Þorláksson
Föstudagur, 11. apríl 2008
Hvað í ósköpunum gengur eiginlega að Birni Þorlákssyni fréttamanni stöðvar 2 á Akureyri.
Hann flutti frétt af komu Sæfara til heimahafnar í kvöldfréttum stöðvar2 í kvöld. Meginþráður fréttarinnar var sá að margir farþeganna hefðu orðið sjóveikir og blóðlausir í andliti á meðan á ferð stóð og þurft að leggjast í koju.
Er það aðalmálið? Hann minntist ekkert á frestunina talaði ekki við nokkurn heimamann og spurði samgönguráðherra aðallega út í að hann hefði lagst í koju og Valgerður Sverrisdóttir í næstu koju við hlið hans.
Er þetta fréttaflutningur stöðvar2 í dag eða er eitthvað að Birni Þorlákssyni?
kær kveðja af Norðurlandinu - Þórey - kannski maður skelli sér til Grímseyjar um helgina??
Sæfari til heimahafnar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Þetta er fólkið sem elur upp þau sem landið eiga að erfa!
Miðvikudagur, 9. apríl 2008
Mér finnst þetta hóflega um beðið hjá kennurum. Þetta er sú stétt sem ber ábyrgð á þeim sem erfa eiga landið átta tíma á dag 365 daga á ári.
Mér finnst tími til kominn að sveitarfélögin fari að meta það við kennara að þeir bera mjög mikla ábyrgð.
Kennarar hafa varið a.m.k. þremur árum í háskólanám líkt og hver annar viðskiptafræðingur en af því að kennarar bera "bara" ábyrgð á börnunum okkar en ekki á útreikningum á vexti krónunnar þá þarf ekki að borga þeim sómasamleg laun.
Viljum við einkavætt skólakerfi, yrði það sanngjarnt fyrir öll börn í þessu landi.
Mín skoðun er svo verði ekki.
Borgum kennurum sómasamleg laun fyrir að mennta gullmolana okkar!
Kennarar telja að laun eigi að hækka um 24-46% | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 17:41 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
Húrra húrra húrra!!!
Miðvikudagur, 9. apríl 2008
Frábært að allt skuli ganga sem skildi á Kárahnjúkum. Þó svo að verkum þar sé engan veginn lokið þá virðist fréttflutningi eitthvað hafa dalað, enda mótmælin minnkað þannig að það er kannski ekkert merkilegt að segja frá að mati fréttasnápa??
En mér lýst vel á að það sé allt að gerast á Hnjúkunum þetta á eftir að vera stórkostlegur ferðamannastaður í framtíðinni, eitthvað sem maður rennir og skoðar á sunnudegi. Ekki amalegt að komast á malbikuðu upp á hálendið
Risaborar ljúka verki sínu við Kárahnjúka | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Svona er bara lífið!!
Þriðjudagur, 8. apríl 2008
Þessa setningu notar lítill vinur minn óspart við öll tækifæri og á hún svo sannarlega oft við.
Nú þegar lítið er að frétta lendi ég oft að skoða eitthvað miður áhugavert en samt...
eins og þetta
BOGMAÐUR og BOGMAÐUR
Getur eitthvað komið í veg fyrir að þessar bjartsýnu og lífsglöðu félagsverur finni hvorn annan? Ja, það væri þá ekki nema hreinskilnin sem Bogmaðurinn er svo hreykinn af - hún kemur oft illa við aðra og það á einnig við um aðra Bogmenn! En þeir eru óneitanlega hrifnir hvor af öðrum og sambandið verður aldrei dauflegt eða tilbreytingarsnautt.
Já þetta á sennilega að segja mér hvernig við Daði eigum saman!!! En þeir sem þekkja okkur eitthvað vita sennilega hvað bið erum ansi ólík á köflum, ég verð til dæmis ekki vör við það hann sé svona hreinskilinn eins og ég get verið. Stundum kemur hreinskilnin mér reyndar í koll en þeir sem þekkja mig fyrirgefa mér hana oftast. ;)
Annars var hann ansi hreint hreinskilinn um helgina þegar við vorum að fara út að borða með Tréborg og ég var komin í gallabuxur og bláa síða peysu, þegar hann sagði svo smekklega..."áttu enga aðra peysu til að fara í". Þetta vakti ekki mikla kátínu hjá mér eins og þið sennilega getið ímyndað ykkur
En, takk fyrir þetta tilgangslausa blogg.
Pabbi er í heimsókn, ætla að fara að leika við hann og Sesar!!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Hvolpurinn kominn hús
Laugardagur, 5. apríl 2008
Jæja þá er hvolpurinn búin að skæla eina nótt. Búinn að pissa út um allt og við að verða búin að venja hann af því. Hann er ósköp sætur og hefur fengið nafnið Sesar, það eru myndir af honum í albúminu og eitt myndband ;) kíkið endilega á hann!!
kv. Þórey-hvolpamamma, nei ég held bara Þórey
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)