Bloggfærslur mánaðarins, febrúar 2008

Byggingafulltrúinn hefur tjáð sig

Ég lofaði að láta ykkur vita hvernig færi með svarið frá Ómari byggingarfulltrúa

Það hljóðaði svo :

Sæl, því miður þá gengur seint að fá deiliskipulagið af Hvömmunum klárað svo megi auglýsa, en ég held áfram að kalla eftir því skipulagi.
 

Með bestu kveðju
Ómar Þröstur Björgólfsson

skipulags- og byggingarfulltrúi

Fljótsdalshéraðs

 Svo mörg voru þau orð, segir mér ekki neitt en hann svaraði mér allavega.

 

Annars er það helst að frétta að ég er að fara austur að morgunn, stutt stopp. Ég á að kynna leikskólakennarafræðina í ME á fimmtudaginn og segja öllum hverslags snilldar skóli Háskólinn á Akureyri sé. Fer austur ásamt fríðu föruneyti býst ég við. Árshátíð FSHA er á laugardaginn og þemað er Óskarsverðlaunaafhendingin. Ég klikka auðvitað ekki á þemanu heldur fékk ég lánaðan rauðan síðkjól frá 1960 sem Frænka á Hjallhól átti. Ég sá einmitt að rautt var inn á Óskarnum í ár þannig að þetta er allt að gera sig. 

Svo eru svona stærri tíðindin þau að fjölskyldan er að stækka. En meira um það síðar enda langt í land :)

 

heilsist ykkur

Þórey

p.s. bókin á náttborðinu er Karitas án titils verðugt lesefni


hvað er að frétta?

Það sem brennur helst á mér þessa daganna er það að engar lóðir virðast vera til úthlutunnar í Fellabæ á Fljótsdalshéraði. Ég hef fylgst með fundargerðum skipulags- og byggingarnefndar Fljótsdalshéraðs og einnig auglýsingum um lausar lóðir. Þær upplýsingar sem er að hafa um lausar lóðir í Fellabæ er: "Verið er að skipuleggja nýtt svæði í Fellabæ" þessar upplýsingar er að hafa af heimasíðu Fljótsdalshéraðs og búnar að vera eins allt síðasta ár. Gerist ekkert hjá þessari nefnd? Vonandi vinnur Skipulags- og byggingarnefnd Fljótsdalshéraðs hörðum höndum að því að vinna deiliskip fyrir Fellabæ en ég veit ekki betur en það hafi legið fyrir hjá Fellahreppi heitnum þannig að nefndarmenn þurfa ekki að finna upp hjólið! Þeir þurfa bara að finna gamla deiliskipulagið LoL En ég sendi Ómar Byggingarfulltrúa tölvupóst í kvöld þannig að það er spennandi að vita hverju kallinn svarar.

Læt ykkur vita.

Þórey Birna - nýtt deiliskipulag strax eða að finna sér haldgóðan pappakassa til að búa í þegar ég flyst á hið margrómaða Fljótsdalshérað sem leyfir sér að nota slagorðið hvergi annarsstaðar.

Hvergi annarsstaðar - ég ætla að vona ekki!!


Getur verið áhættusamt að blóta þorra

Síðastliðna helgi ákváðum við skötuhjúin að fara með vinafólki okkar í Þorrablót í Aðaldal. Þangað höfðum við aldrei áður farið á blót og fórnuðum því Þorrablótum í heimahögum okkar til að berja dýrðina augum. Þegar við lögðum í hann austur snjóaði grimmt á Akureyri og við ákváðum því að best væri að hafa með sér einhvern skjólfatnað ef að veðrið myndi versna. Við komust klakklaust í Ýdali og blótið var hið allra skemmtilegasta og ekki skemmdi fyrir að Danshljómsveit Friðjóns Jóhannssonar Whistling lék fyrir dansi og gat þar af leiðandi leikið lög að austan, mér og mínu samferðarfólki til mikillar ánægju. Við dönsuðum alla nóttina við heimamenn og var þetta skemmtun hin mesta.

Þegar við ákváðum að halda heim á leið. Fór bílstjórinn vaski út og spurði lögregluna hvort að ekki væri í lagi að leggja af stað til Akureyrar, hvort að það væri ekki örugglega fært um Víkurskarðið. Löggimann hélt það nú: það er aðeins ofankoma en ekkert á veginum sagði hann baldinnPolice og við tókum því auðvitað eins og lögum og lögðum í hann. Þegar við höfðum þverað Skjálfandafljótið fór nú heldur að þyngjast róðurinn. Snjórinn náði um það bil upp á númeraplötu á Corollunni og þegar við komum í Ljósavatnsskarðið mætti okkur skafl í stærri kantinum og liðið mátti fara út og ýta. Við létum þetta ekki stoppa okkur og héldum áfram sem leið lá. Við vonuðum að snjóinn myndi létta eftir því sem norðar drægi en vissum þó að það var kannski full mikil óskhyggja. Þegar við vorum rétt farinn að hall upp á við í Víkurskarðið varð allt stopp. Allt á kafi í snjó og Corollan bara meikaði þetta ekki. Við náum að snúa og koma okkur niður á gatnamótin sem liggja inn Fnjóskadal. Þar hittu strákarnir indælt fólk sem allt vildi fyrir okkur gera. Það varð úr að við fórum heim að Vatnsleysu og gistum þar um nóttina. Ekki væsti um okkur og við fengum rjómabollur í morgunmat áður en við héldum heim á leið. 

En nú velti ég því fyrir mér hvers konar ábyrgðarleysi það er af lögreglunni að segja fólki sem er að halda á heiðar um hánótt að það sé ekkert mál að komast. Eru þeir að reyna að skaffa björgunarfólki  verkefni, ég hélt að það hefði alveg nóg að gera. Við hefðum getað gist í Aðaldal og sleppt þessu áhættuatriði ef að lögreglan á Húsavík hefði bara nennt að hafa fyrir því að athuga með færðina. Næst þegar ég þarf að vita hvort að ég komist leiðar minnar um hánótt þá mun ég frekar hringja í 118 en lögregluna.

En helgin varð enn eftirminnilegri fyrir vikið og allir komu þeir aftur og enginn þeirra dóHappy


Það vantar ekki í þá vindinn!

Það hefur nú löngum verið vindur í Uppsalamönnum en þeir hafa nú sennilega aldrei komið út í rok eins og þau gerast best á Borgarfirði eystra. Þessi "fagri" sumarbústaður stóð skammt frá æskuheimili mínu og höfðu gárungarnir sagt að hann myndi ekki hafa af svo mikið sem einn vetur á Bökkunum. Það varð úr, nú verða Uppsalamenn bara að húka á settinu sem eftir stendur í grunni hússins.Smile

mbl.is Sumarbústaður tókst á loft
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband