Samband við alheiminn komið á
Fimmtudagur, 10. júlí 2008
Ég veit ég sagðist ætla að lýsa skoðun minni á undarlegum ákvarðanatökum bæjarstjórnarinnar á Fljótsdalshéraði en ég einfaldlega nenni því ekki. Ef einhver er æstur í að ræða þessi mál við mig getur sá hinn sami haft samband.
Annars er það helst að frétta að ég er komin í sumarfrí í fyrsta skipti á ævinni. Það sem af er þessu fjögurra vikna sumarfríi mínu er ég búin að vinna fyrstu vikuna í leikskólanum (gott) leysa af í sumarbúðum við Eiðavatn og skila þar einum 60 vinnustundum frá sunnudegi til miðdegis á fimmtudag. En er nú komin heim og ætla að slaka á næstu daga, það er að segja ef það verður ekki hringt frá álverinu eða Forsetaskrifstofunni og ég beðin að leysa af þar. Skemmtilegt að vera í sumarfríi ég er að hugsa um að sleppa því á næsta ári.
En ég talaði um að vera komin heim og ætla að slappa af. Við skötuhjúin erum sem sagt flutt í okkar eigið húsnæði á Fljótsdalshéraði þó enn í Norður-Múlasýslu eins og Stefán læknir orðaði það um daginn. Við leigjum nú í Fjóluhvammi 8 og höfum það líka svona ansi huggulegt, vatnar reyndar sófasett en það er kínverskt stemming í stofunni þar til sófasettið hefur fundist.
Við hjónaleysin fórum og kíktum í pakkann áðan og þó svo mér leiðist sögur af óléttum konum og líðan þeirra á og eftir meðgöngu þá get ég sagt ykkur það að mér hefur aldrei liðið betur, finn ekki fyrir óeðlilegu líkamsástandi öðru en því að ég blæs út. Sökum þess hef ég haft samband við Einar veðurfræðing og óskað eftir blíðu á Austurlandi svo ég getið gengið um nakin þar sem flest mín eðlilegu föt eru hætt að passa. Í öðrum óspurðum fréttum er það að segja að pakkinn verður sennilega opnaður 24. nóvember n.k.
fleira er ekki í fréttum að sinni-það er heitt á könnunni og kalt í ísskápnum í Fjóluhvammi 8
Verið velkomin-Biddan bústin að vanda
Athugasemdir
Ólétt?! Nú er Gróa á Leyti ekki að standa sig. Ótrúlegt að maður lesi svona fréttir beint frá viðkomandi á Austurlandi. Hehe.
En innilega til hamingju með krílið!
Esther (IP-tala skráð) 10.7.2008 kl. 20:44
Gaman gaman gaman!!! Er væntanleg á Hérðaðið eftir rúma viku, þá verður sko hittingur, hlakka til að sjá þig!!!!
Dagmar Ýr Stefánsdóttir, 11.7.2008 kl. 08:24
Þetta átti væntanlega að vera Héraðið!
Dagmar Ýr Stefánsdóttir, 11.7.2008 kl. 08:24
Hey svo manstu bara að ég er sannkallaður reynslubolti þegar kemur að óléttunni - en mundu samt líka að þú mátt ekki spyrja mig að neinu fyrr en eftir sextándu vikuna hehehehe
GAMAN að ég geti deilt reynslu minni VEI!! fer svo að kíkja í kaffi þar sem þú ert í sumarfríi og ÉG LÍKA!
Mátt líka alveg örugglega koma hérna í Hlíðina og moka skít eða gera við girðingar ef þig vantar eitthvað að gera :)
Margrét Dögg (IP-tala skráð) 11.7.2008 kl. 20:53
Sæl Skvís! rataði hingað inn í letikasti mínu - ég sem hélt að maður myndi hætta að hanga í tölvunni að óþörfu þegar náminu lauk
Annars er ekki mikið í fréttum, við komum heil á húfi frá Spáni, sólbrún og fín! Svo bara nýtur maður lífsins í botn áhyggjulaus og kærulaus
Þið hjónaleysin hafið það bara gott á austurlandinu og það er aldrei að vita nema við kíkkum á ykkur ef við erum á rúntinum þarna fyrir austan - take care
p.s. þessar kerrur eru víst pantaðar af netinu.. bara googlaðar
Maja (IP-tala skráð) 13.7.2008 kl. 19:12
Esther mín, Gróa á Leyti er greinilega flutt úr Fellunum fyrst þú hefur ekki frétt þetta fyrr en nú!
Þórey Birna Jónsdóttir, 14.7.2008 kl. 18:47
Hæ hæ Þórey mín
Rakst inn á þessa síðu af barnalandssíðunni hennar Krissu. Til hamingju með litla krílið, þið stelpurnar frá Bogganum eruð ekkert smá samtaka. Vona að þér gangi ofsalega vel með allt og þér líði sem best.
Bestu kveðjur úr Köben,
Bryndís
Bryndís (IP-tala skráð) 16.7.2008 kl. 21:29
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.