Skemmtileg tilviljun

Það er skemmtileg tilviljun að þessi eftirlitsferð haf einmitt verið farin nú um helgina sökum þess að á föstudagskvöldið var ég í mestu makindum að horfa á sjónvarpið ásamt heitmanni mínu þegar dynur yfir skothríð. Hann gæsaveiðimaðurinn sprettur upp úr sófanum og hrópar "þetta voru haglaskot", hann æðir út í glugga og segir einhverja vera að veiða á Lagarfljótinu, rétt fyrir neðan húsið okkar í Hvömmunum. Ég segi það fjarstæðu því að það sé ólöglegt. Hann æðir út til að staðfesta grun sinn og þegar hann hafi gengið úr skugga um að þetta væru sennilega tvær skyttur með hund hringir hann í lögregluna á Egilsstöðum sem tilheyrir einmitt sýslumannsembættinu á Seyðisfirði. Þegar segjast vera búnir að heyra um málið og ætli að kanna þetta. Skömmu síðar sjáum við lögreglubíl renna niður Hvammana og stoppa. Eftir einhverja stund hverfur hann á brott. Við urðum þess ekki vör að lögreglan aðhefðist eitthvað í málinu.

Ég var vör við annað dæmi sem viðkemur hreindýra og gæsaveiðum nú um helgina en þá voru þrjár hreindýraskyttur að snæðingi í Söluskálanum þar sem ég var einnig að snæða. Einn þeirra þriggja talaði hátt í símann, enda hans ætt ekki þekkt fyrir að liggja lágt rómur. Hann sagðist hafa náð dýrunum þeir hefðu verið tveir saman með tvö leyfi fyrir tveimur törfum. Þegar leið á samtalið kom í ljós að annar tarfurinn hafði verið belja í þokunni. Veiðimanninum fannst þetta nú ekki skipta svo miklu máli. En það sem ég hefði gaman af því að vita er hver var eftirlitsmaður í þessari ferð, er það ekki þeirra hlutverk að koma í veg fyrir að menn skjóti belju fyrir tarf eða hengi bakara fyrir smið!

 

Biddan - með innra eftirlitið á hreinu


mbl.is Eftirlit með veiðimönnum úr lofti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Haraldur Bjarnason

Þórey þetta heyrði ég oft, bæði þegar ég bjó í Fellabænum og á Eyvindará. Ég held að löggan hafi ákkúrat engan áhuga á þessu af skiljanlegum ástæðum. Þeir hafa sinn yfirmann.

Haraldur Bjarnason, 1.9.2008 kl. 14:08

2 identicon

Ég er geðveikt ánægð að sjá að þú ert á lífi!!!! Niður með veiðimenn....

Dagmar (IP-tala skráð) 1.9.2008 kl. 16:36

3 identicon

Mér var bent á þessa umræðu hér á vefnum og eftir að hafa lesið yfir,  verð ég hreinlega að taka smá þátt í þessu. 'I fyrsta lagi vil ég meina að skotveiðar á þessu umrædda svæði séu ekki ólöglegar eins og greinarhöfundur heldur fram, sér í lagi þegar um haglaskot er að ræða en á það er minnst að sérlega glöggur heitmaður greinarhöfundar  hafi sprottið á fætur úr sófanum og numið að þarna væri haglabyssa á ferðinni. Bravó.... Fordæmalausir hæfileikar þar á ferð. Jú það er rétt. Þarna voru tvær haglabyssur notaðar og jú, þarna var líka hundur... OG gæsaflautur...TVÆR.  Þetta hefði blindur og heyrnarlaus maður getað séð með nokkrum fyrirvara, hefði hann kært sig um. Þarna voru veiðimenn á ferð sem að höfðu öll þau leyfi sem að þeir þurftu og komu þeir á svæðið í dagsbirtu og gat hver sem að til þeirra sá sagt sér það að þarna væri ekki um neitt laumuspil að ræða. Það er hins vegar spurning í mínu höfði, hvers vegna Þórey tók þetta svona nærri sér ? Þá meina ég hávaðann. 'Eg geri ráð fyrir að það hafi einungis verið hávaðinn frá vopnunum sem að fór fyrir brjóstið á henni og það er vegna þess að hún minnist á að hinn glöggi heitmaður sé gæsaveiðimaður..... Ef að það er rétt og ef að hann er með  allt sitt á hreinu varðandi slíkar veiðar, þá á hann að vita að það var engin manneskja, ekkert hefðbundið húsdýr, enginn bíll eða hús í neinni hættu á því að verða fyrir svo miklu sem hugsanlegri nálgun af þeim höglum sem að þessir veiðimenn leystu úr prísundinni.  Hvers vegna kvartaði Þórey ekki yfir þessum hamarshöggum sem að dundu yfir allt þetta kvöld rétt hjá henni og héldu áfram eftir að veiðimennirnir hættu sinni iðju? Þarna var einhver duglegur að smíða fram eftir kvöldi og það þarf enginn að segja mér að þau högg hafi verið yfirgnæfð af einu og einu skoti úr haglabyssu. Og hvaða bull er það í þér Þórey að lögreglan hafi ekkert aðhafst ? Þeir/Þau stóðu sig með stakri prýði. Þetta er sannarlega í  fyrsta skipti sem að ég hef notið aðstoðar lögregluyfirvalda við skotveiðar. Þetta segi ég vegna þess að þegar þetta ævintýr stóð sem hæst, voru tveir lögreglubílar staðsettir í fellunum og þeir voru afar iðnir við að lýsa á vatnsflötinn fyrir okkur, sem að auðveldaði okkur til muna að vísa hundinum á gæsirnar sem að við höfðum skotið. Málið í hnotskurn er það að þetta er bara væl yfir því að þarna voru skyttur á ferð... það er ekkert annað... bara það að menn voru með byssur er nóg... skiptir engu máli hvernig byssur. Sumir eru bara svo einfaldir að þeir setja samansem merki á milli byssu og byssu... Hvernig er þetta með hávaðann í bílunum hjá þessum ungu ökumönnum í dag á héraðinu ? Það virðist enginn taka eftir því að þeir séu reykspólandi út um allt fram eftir öllum kvöldum, skapandi sjálfum sér og öðrum hættu á limlestingum eða lífláti.. kannski átt þú einn slíkan frk. Þórey ??  'Eg segi þetta gott í bili og er meira en til í að halda áfram að spjalla svona í nánustu..... Kv. GITI.... og PS. Þórey þú munt heyra frá mér aftur... hlustaðu bara eftir gæsagargi á kvöldin, og svo koma hvellirnir ;).... Kv

GITI (IP-tala skráð) 1.9.2008 kl. 21:28

4 Smámynd: Þórey Birna Jónsdóttir

Já Sæll!!

Hér virðist vera kominn annar tveggja sökudólganna sem röskuðu annars frekar notalegu föstudagskvöldi hjá mér. Ég kann nú alltaf betur við fólk sem kemur fram undir fullu nafni á internetinu, en það verður hver að hafa það eins og hann best kýs.

Ég tók hávaðann ekkert nærri mér, enda kemur það hvergi fram. Ég kann bara illa við að verið sé að skjóta af byssum í þéttbýli. Ég hef lengi búið á Fljótsdalshéraði og þekki því vel hvellina sem heyrast með vissu millibili og eiga að fæla gæsirnar burtu af flugbrautinni svo þær lendi ekki í hreyflanna á vélunum, eins og gerðist hér í vetur sem leið. En ég veit ekki hvað það er með mig, ég er alin upp við skotveiði og eins og komið hefur fram þá er maðurinn minn mikið fyrir veiði en mér hefur samt alltaf verið illa við að menn séu að hleypa af hólkunum í þéttbýli, alveg sama í hversu miklum rétti þeir telja sig vera.

Í lögreglusamþykkt fyrir Fljótsdalshérað 7. gr. kemur fram að "Hlaðnar byssur má ekki bera í þéttbýli eða annars staðar á almannafæri. [...] Eigi má skjóta úr byssu, riffli eða öðrum skotvopnum, svo sem loftbyssum, í þéttbýli nema á sérstökum æfingasvæðum sem séu rækilega merkt og lögreglustjóri hafi samþykkt þau."

Þessa lögreglusamþykkt má nálgast á vef Fljótsdalshéraðs eða beint hér 

Samkvæmt þessari lögreglusamþykkt, sem gildir fyrir það þéttbýli sem veiðimennirnir voru staddir í, voru umræddir veiðimenn ekki í rétti til þess að hleypa af byssu, alveg sama hverrar sortar hún var. Samkvæmt lögreglusamþykktinni virðist engu skipta hvort um haglabyssu sé að ræða eða ekki. 

Mér þykir afar ólíklegt að þessir menn hafi fengið undaþágu til að veiða í hólmanum rétt undan Hvömmunum en ef svo er þá virðist lögreglan ekki hafa verið meðvituð um það og einkennilegt má virðast að hægt sé að veita undanþágu frá lögreglusamþykkt hvað varðar skotveiði svona nærri íbúum þéttbýlisins.

Þórey Birna Jónsdóttir, 2.9.2008 kl. 23:25

5 identicon

jææææja! það er aldeilis.

æ þórey. það er stelpa í skólanum mínum, hún er svona næstum því böðullinn minn, sem er alveg eins og þú! það er eiginlega svolítið æðislegt að hafa danska biddu.

kossar.

dagný (IP-tala skráð) 11.9.2008 kl. 13:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband