Kaldhæðni!

Skemmtilegt að þessi niðurstaða skildist birtast einmitt í dag þar sem kærasti minn eyddi þremur tímum á FSA í morgun. Þá var hann að koma í annað sinn á tveimur vikum með bólgin lið í þumal fingri, svo bólgin að hann getur alls ekki hreyft fingurinn. Hann beið fyrst í eina og hálfa klukkustund síðan var hann skoðaður og sendur í myndatöku, hann beið einhverja stund eftir henni. Þegar henni var lokið hófst klukkustundar bið eftir lækninum sem hafði skoðað hann upphaflega. Á þessum tímapunkti var hann orðinn ansi kaffiþyrstur og spurði einhverja dömu þarna hvar þau geymdu kaffikönnuna? Hún svaraði því til að kaffi væri ekki í boði, það væri eingöngu fyrir sjúklinga sem væru að koma úr aðgerð.

Þetta kalla ég mannréttindabrot og dónaskap. Að einhver sem spyr góðfúslega um kaffibolla eftir þriggja tíma bið á FSA geti ekki fengið hann nema vera lagður inn!!

Spurning hvort að þeir aðilar sem spurðir voru í þessari könnun hafi nokkurn tímann komið á FSA.


mbl.is Almenn ánægja með Sjúkrahúsið á Akureyri
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Haraldur Bjarnason

helvíti ertu pirruð Þórey

Haraldur Bjarnason, 18.3.2008 kl. 20:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband