hvað er að frétta?

Það sem brennur helst á mér þessa daganna er það að engar lóðir virðast vera til úthlutunnar í Fellabæ á Fljótsdalshéraði. Ég hef fylgst með fundargerðum skipulags- og byggingarnefndar Fljótsdalshéraðs og einnig auglýsingum um lausar lóðir. Þær upplýsingar sem er að hafa um lausar lóðir í Fellabæ er: "Verið er að skipuleggja nýtt svæði í Fellabæ" þessar upplýsingar er að hafa af heimasíðu Fljótsdalshéraðs og búnar að vera eins allt síðasta ár. Gerist ekkert hjá þessari nefnd? Vonandi vinnur Skipulags- og byggingarnefnd Fljótsdalshéraðs hörðum höndum að því að vinna deiliskip fyrir Fellabæ en ég veit ekki betur en það hafi legið fyrir hjá Fellahreppi heitnum þannig að nefndarmenn þurfa ekki að finna upp hjólið! Þeir þurfa bara að finna gamla deiliskipulagið LoL En ég sendi Ómar Byggingarfulltrúa tölvupóst í kvöld þannig að það er spennandi að vita hverju kallinn svarar.

Læt ykkur vita.

Þórey Birna - nýtt deiliskipulag strax eða að finna sér haldgóðan pappakassa til að búa í þegar ég flyst á hið margrómaða Fljótsdalshérað sem leyfir sér að nota slagorðið hvergi annarsstaðar.

Hvergi annarsstaðar - ég ætla að vona ekki!!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðný Drífa Snæland

Dalbrún 7 er til sölu...

hehe

Hlakka til að sjá ykkur um helgina og Ragnar Sölvi er alveg sértstaklega spenntur!!!

Guðný Drífa Snæland, 21.2.2008 kl. 11:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband