Færsluflokkur: Bloggar
Leyfðu mér að fræða þig fréttamaður góður
Mánudagur, 6. júlí 2009
Þetta gerðist á Lagarfljóti í júlí í fyrra:
Í gær fór Sveinbjörn Valur 53 í það að athuga hvað hann gæti fleitt langt á sleðanum sínum á lagarfljótinu, Skidoo rev 800. Lagði hann af stað frá Lagarfljótsbrúnni í flotgalla með gps-tækið teipað á stýrið á sleðanum. Sigldi svo sem leið lá inn með ströndinni norðanmegin, inn í Fljótsdal snéri við tók sveig inn í Atlavík og til baka eftir miðju fljóti og komst langleiðina til baka, en þurfti að taka land rétt fyrir innan Egilsstaði vegna bensínleysis. Já þá voru allir 40 lítrarnir búnir úr tanknum. þegar hann tók land hafði hann samkvæmt gps-tækinu siglt 50.6 kílómetra. Já geri aðrir betur. Kláraði hann svo ferðina að brúnni eftir að hafa fengið bensín sent með jet-ski til sín. Hafði hann þá siglt í heildina 60.6 kílómetra. Svo er bara spurningin um það hvað íslandsmetið sé í þessari sérstöku siglingagrein. Vita menn allavega ekki til þess að farið hafi verið lengra en 18 kílómetra á bergvatni.
Þessar upplýsingar fengust hjá Tarfinum(www.123.is/tarfurinn)og þakka ég honum fyrir þær.
Þá vita menn það að þetta hefur verið reynt áður og tekist með eindæmum vel.
Húsvískur ofurhugi á Skjálfanda | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Æi ég veit það ekki!
Fimmtudagur, 6. nóvember 2008
Það er svo fátt gleðilegt í fréttum að ég höndla ekki að blogga hér hjá Mogganum lengur, hvað varð um allar hnyttnu fréttirnar með skrítna orðalaginu sem maður gat gert góðlátlegt grín að. Ég nenni ekki að blogga um þessa kreppu sem allir eru að tala um, ég skil hana ekki, hún snertir mig mjög takmarkað og ég ætla ekki að eyða á hana fleiri orðum en þessum.
Ég hef því flutt mig á gleðilegra blogg
http://www.litilfjolskylda.blogspot.com
Takk fyrir mig og verið velkomin í gleðina!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Í augnablikinu næst ekki í farsímann, hann utan þjónustusvæðis eða...
Fimmtudagur, 9. október 2008
það verður sennilega ekki gott að ná í mig næstu klukkutímana þar sem ég hef nýverið lokið við að sækja fyrsta þátt fimmtu seríu af Grey's Anatomy.
Spenningurinn er í hámarki :)
Biddan - McDreamy
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Gott kvöld
Sunnudagur, 5. október 2008
Það er ekki oft sem ég kemst við þegar ég horfi á sjónvarp. En í morgun var ég að horfa á þátt Ragnhildar Steinunnar, Gott kvöld. Viðmælandi hennar að þessu sinni var hinn margkunni og sumir vilja segja geðþekki Ásbjörn Morthens aka Bubbi. Margir góðir gestir komu fram í þættinum bæði í spjall og einnig til að flytja lög Bubba. Ein þessara góðu gesta var Gréta dóttir Bubba. Hún var að koma fram í fyrsta sinn opinberlega en hún sögn lag eftir pabba sinn ásamt honum og ég ræð mér ekki. Stelpan syngur alveg svakalega vel, hún hefur svo bjarta og virkilega fallegar rödd. Ég vissi ekki fyrr en ég var bara búin að missa mig ein fyrir framan sjónvarpið.
Ég kaupi plötuna hennar um leið og hún kemur út
Biddan kveður - "sérðu ekki við fæddumst til að standa hlið við hlið"
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Klukk
Sunnudagur, 5. október 2008
Það er ekki hægt að klukka mann þegar maður er súkkat (stikkfrír)! En Stefán Bogi gerði það nú samt og fær hann hóflegar þakkir fyrir.
Fjögur störf sem ég hef unnið um ævina:
- Bensíntittur í Kaupfélagi Héraðsbúa Borgarfirði eystra
- Vaskari og saltari hjá Fiskverkun Kalla Sveins
- Gjaldkeri hjá Landsbankanum á Borgarfirði eystra
- Innanbúðarmaður hjá Húsasmiðjunni á Egilsstöðum
Fjórar bíómyndir sem ég held upp á:
- Stella í orlofi
- My best friends wedding
- 10 things I hate about you
- Maid in Manhattan
Fjórir staðir sem ég hef búið á:
- Borgarfjörður eystri
- Egilsstaðir
- Fellbær
- Akureyri
Fjórir sjónvarpsþættir sem mér líkar:
- Grey's anatomy
- Gossip girl
- Anna Phil
- Alæta á rest
Fjórir staðir sem ég hef heimsótt í fríum:
- Ásbyrgi
- Foss á Síðu
- Möðrudalur
- Illugastaðir
Fjórar síður sem ég skoða daglega fyrir utan blogg:
- mbl
- gmail
- thepiratebay
- kaupthing
Fernt sem ég held upp á matarkyns:
- Hrísgrjónagrautur og súrt slátur
- Kjötsúpa
- Rjúpur á jólunum
- Geitakjöt ala Villi og Elísabet
Fjórir staðir sem ég myndi helst vilja vera á núna:
- Bakkavegur 1
- Horsense hjá Elsu og Kjabba
- á bekknum í Geitavík
- Hjá Deddu
Fjórar hljómsveitir eða tónlistarmenn sem ég held upp á:
- Ný Dönsk
- Emilíana Torrini
- Megas
- Gréta Morthens (sjá skýringu í blogginu hér á undan)
Fjórir bloggarar sem ég klukka:
- já nei ég hef ákveðið að klukkan engan
- vinsamlegast færið fram þakkir í athugasemdir hér undir færslunni
Biddan kveður-klukkuð eða klikkuð?
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Í ljósi þessa
Mánudagur, 29. september 2008
Ég hef líka áhyggjur af dönum, þ.e. íslendingunum mínum í Horsense.
En í ljósi frétta dagsins, frétta sem tengjast meðal annars þessari frétt og fleiri fréttum þá er þetta ansi magnað viðtal og rétt viku gamalt.
Biddan-hvar eru gömlu góðu sparibaukarnir...Dabbi kæmist aldrei í minn
Danir hafa áhyggjur af Íslandi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Skemmtileg tilviljun
Mánudagur, 1. september 2008
Það er skemmtileg tilviljun að þessi eftirlitsferð haf einmitt verið farin nú um helgina sökum þess að á föstudagskvöldið var ég í mestu makindum að horfa á sjónvarpið ásamt heitmanni mínu þegar dynur yfir skothríð. Hann gæsaveiðimaðurinn sprettur upp úr sófanum og hrópar "þetta voru haglaskot", hann æðir út í glugga og segir einhverja vera að veiða á Lagarfljótinu, rétt fyrir neðan húsið okkar í Hvömmunum. Ég segi það fjarstæðu því að það sé ólöglegt. Hann æðir út til að staðfesta grun sinn og þegar hann hafi gengið úr skugga um að þetta væru sennilega tvær skyttur með hund hringir hann í lögregluna á Egilsstöðum sem tilheyrir einmitt sýslumannsembættinu á Seyðisfirði. Þegar segjast vera búnir að heyra um málið og ætli að kanna þetta. Skömmu síðar sjáum við lögreglubíl renna niður Hvammana og stoppa. Eftir einhverja stund hverfur hann á brott. Við urðum þess ekki vör að lögreglan aðhefðist eitthvað í málinu.
Ég var vör við annað dæmi sem viðkemur hreindýra og gæsaveiðum nú um helgina en þá voru þrjár hreindýraskyttur að snæðingi í Söluskálanum þar sem ég var einnig að snæða. Einn þeirra þriggja talaði hátt í símann, enda hans ætt ekki þekkt fyrir að liggja lágt rómur. Hann sagðist hafa náð dýrunum þeir hefðu verið tveir saman með tvö leyfi fyrir tveimur törfum. Þegar leið á samtalið kom í ljós að annar tarfurinn hafði verið belja í þokunni. Veiðimanninum fannst þetta nú ekki skipta svo miklu máli. En það sem ég hefði gaman af því að vita er hver var eftirlitsmaður í þessari ferð, er það ekki þeirra hlutverk að koma í veg fyrir að menn skjóti belju fyrir tarf eða hengi bakara fyrir smið!
Biddan - með innra eftirlitið á hreinu
Eftirlit með veiðimönnum úr lofti | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Samband við alheiminn komið á
Fimmtudagur, 10. júlí 2008
Ég veit ég sagðist ætla að lýsa skoðun minni á undarlegum ákvarðanatökum bæjarstjórnarinnar á Fljótsdalshéraði en ég einfaldlega nenni því ekki. Ef einhver er æstur í að ræða þessi mál við mig getur sá hinn sami haft samband.
Annars er það helst að frétta að ég er komin í sumarfrí í fyrsta skipti á ævinni. Það sem af er þessu fjögurra vikna sumarfríi mínu er ég búin að vinna fyrstu vikuna í leikskólanum (gott) leysa af í sumarbúðum við Eiðavatn og skila þar einum 60 vinnustundum frá sunnudegi til miðdegis á fimmtudag. En er nú komin heim og ætla að slaka á næstu daga, það er að segja ef það verður ekki hringt frá álverinu eða Forsetaskrifstofunni og ég beðin að leysa af þar. Skemmtilegt að vera í sumarfríi ég er að hugsa um að sleppa því á næsta ári.
En ég talaði um að vera komin heim og ætla að slappa af. Við skötuhjúin erum sem sagt flutt í okkar eigið húsnæði á Fljótsdalshéraði þó enn í Norður-Múlasýslu eins og Stefán læknir orðaði það um daginn. Við leigjum nú í Fjóluhvammi 8 og höfum það líka svona ansi huggulegt, vatnar reyndar sófasett en það er kínverskt stemming í stofunni þar til sófasettið hefur fundist.
Við hjónaleysin fórum og kíktum í pakkann áðan og þó svo mér leiðist sögur af óléttum konum og líðan þeirra á og eftir meðgöngu þá get ég sagt ykkur það að mér hefur aldrei liðið betur, finn ekki fyrir óeðlilegu líkamsástandi öðru en því að ég blæs út. Sökum þess hef ég haft samband við Einar veðurfræðing og óskað eftir blíðu á Austurlandi svo ég getið gengið um nakin þar sem flest mín eðlilegu föt eru hætt að passa. Í öðrum óspurðum fréttum er það að segja að pakkinn verður sennilega opnaður 24. nóvember n.k.
fleira er ekki í fréttum að sinni-það er heitt á könnunni og kalt í ísskápnum í Fjóluhvammi 8
Verið velkomin-Biddan bústin að vanda
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
Gott að ákvarðanir bæjarstjórnar séu loksins orðnar meðvitaðar!
Mánudagur, 30. júní 2008
Ég held að það sé vissara að melta þess frétt áður en maður setur mark sitt á hana. Betra að segja ekkert í reiði. Ég las samt um þetta sama mál í blaði Austurgluggans fyrir þessa viku, það var virkilega áhugaverð lesning.
Þetta er hluti af því tekið af austurglugginn.is
Risaframkvæmd bæjarins án útboðs |
Skrifað af Austurglugginn | |
fimmtudagur, 26 júní 2008 | |
Síðast uppfært ( fimmtudagur, 26 júní 2008 ) |
Kynnið ykkur málið enn frekar í blaði austurgluggans. |
Biddan - ekki sátt sem nýr íbúi Fljótsdalshéraðs/spurning um að flytja til Tótu í Fljótsdalinn
Meðvituð ákvörðun að bíða með framkvæmdir á Egilsstöðum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Engin Bræðslukreppa segir Austurglugginn
Sunnudagur, 8. júní 2008
Sú breyting hefur orðið frá upphaflegri dagskrá að hin færeyska Eivör Pálsdóttir kemur fram í stað Emilíönu Torrini. Sú síðarnefnda kemst ekki vegna anna við plötuupptöku. Emilíana kemur alltaf aftur, sagði Arngrímur, en hún spilaði á tveimur fyrstu Bræðslutónleikunum.
Aðalgestur tónleikanna verður írska söngvaskáldið Damien Rice en Magni kemur einnig fram. Miðasala fer fram í verslunum BT og á midi.is.
Að sögn Austurgluggans er þriðjungur miðanna seldur eða 333.3333333333333333 sem er 1/3 af 1000:)
Spurning um að festa sér miða. Maður hefur ekkert frétt af gæslu spurning um að kanna málið hjá nýrri stjórn Sveinunga sem hleypur sennilega eins og köttur í kringum heitan graut í von um að fá væna peningafúlgu fyrir gæslu á tónleikunum.
Biddan kveður að sinni, styttist í B.Ed-skírteinið og hálfrar aldar gamla móður
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)