Þetta er fólkið sem elur upp þau sem landið eiga að erfa!

Mér finnst þetta hóflega um beðið hjá kennurum. Þetta er sú stétt sem ber ábyrgð á þeim sem erfa eiga landið átta tíma á dag 365 daga á ári.

Mér finnst tími til kominn að sveitarfélögin fari að meta það við kennara að þeir bera mjög mikla ábyrgð.

Kennarar hafa varið a.m.k. þremur árum í háskólanám líkt og hver annar viðskiptafræðingur en af því að kennarar bera "bara" ábyrgð á börnunum okkar en ekki á útreikningum á vexti krónunnar þá þarf ekki að borga þeim sómasamleg laun.

Viljum við einkavætt skólakerfi, yrði það sanngjarnt fyrir öll börn í þessu landi.

Mín skoðun er svo verði ekki.

Borgum kennurum sómasamleg laun fyrir að mennta gullmolana okkar!


mbl.is Kennarar telja að laun eigi að hækka um 24-46%
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Æ þetta er bara svo þreytandi að hlusta á þetta hjal frá þessum hópi, ég finn ekkert til með þeim lengur, ekki baun, þó eru mamma mín og pabbi bæði kennarar að mennt.

Ég er alveg sammála að það má hækka launin hjá þessum hópum, fólk verður samt að fara að bera saman epli og epli en ekki epli og appelsínur.

Grunnlaun skipta engu og alveg hægt að hætta að tala um þá tilgangslausu stærð, heildarlaun hafa merkingu og plís ekki tala um einhver meðal-heildar-laun.

Meðaltalið er alveg gott og blessað en það hefur sína ókosti, ef ég er með aðra hendina í sjóðandi vatni og hina í frysti þá líður mér ekki að meðaltali vel, þó að útreikningurinn kunni að segja það!

Því er afar einkennilegt að tala um meðal-þetta og hitt þegar launakerfið er fjandsamlegt ungu fólki (sem hefur klárlega áhrif á nýliðun) en afar gott við þá gömlu og dýru starfsmenn sem eru hoknir af réttindum. Það hefur jú sína ókosti líka, hefur einhver heyrt um leiðbeinendur?

Af hverju er þessu fólki ekki greitt eftir frammistöðu eins og öðru fólki í þjóðfélaginu? 

Þeir verða þeir að fara að taka hausinn úr rassinum, leyfa mönnum að stytta/breyta skólakerfinu án þess að verða vitlausir og heimta út á það launahækkun vegna kjaraskerðingarinnar sem þeir telja sig verða fyrir af breytingunni.

Einnig þarf að einfalda launakerfið, fá hlutina upp á yfirborðið, fram í dagsljósið og hætta þessum launa-feluleik. 

Þeir verða að hætta þessum verkföllum sem þeir hafa allir verið ansi duglegir við og sleppa einhverju af þeim réttindum sem þeir hafa eða telja sig hafa því það er ekki skemmtilegt að semja við nokkurn sem segir bara ég, ég, ég og ekkert þú.

Kennarar verða einnig að líta á páska-, jóla- og sumarfríið sitt og meta það að einhverjum hluta til launa.

Æ það sem eg er að reyna að segja er að þetta er afar einhliða nálgun hjá þessum hópi sem beitir hvaða skítabragðinu í kjarabaráttu sinni, fréttir eða verkföll, nefndu það. Þykjast vera með verri laun en þeir hafa í raun, eru ekki tilbúnir að opna allan pakkann því þeir (gömlu) hafa það svo fjandi gott.

Jæja, hvað veit ég, og hvað eiga þeir svo sem að gera annað, þeir eru bara að reka sína kjarabaráttu sem gengur út á að þeir fái sem mest... hver vill það ekki?

ble (IP-tala skráð) 9.4.2008 kl. 18:14

2 identicon

Fullur, hér held ég öðru fram en það er samt ekki meðvirkni og heimska. Ég held það ekki, mér finnst það ekki, það er svoleiðis!

Kennarar bera ábyrgð. Ekki er hægt að tala um magn ábyrgðar nema miða við eitthvað eða skilgreina ábyrgð. Það að kennarar beri ábyrgð þýðir ekki endilega það að þau framfylgi því sem hún ber með sér, né heldur að þau "axli" ábyrgðina til fulls. Ábyrgðin felst t.d. í pössun, slysahættu og að sjálfsögðu fræðslu. Þarf að taka þetta fram?? Auðvitað bera kennarar ábyrgð, í hvaða merkingu sem er...

Ef þú skilur þetta ekki, getur þá verið að þú sért sá heimski?

Benedikt (IP-tala skráð) 9.4.2008 kl. 18:27

3 identicon

IP-ble er ansi vont dæmi um kennarabarn nema hér sé grátt gaman á ferðinni. Í raun umræðan á sorglegu plani. En takk f. þinn pistil,  Þórey.

Gísli Baldvinsson (IP-tala skráð) 9.4.2008 kl. 19:17

4 identicon

Á hagmunabarátta kennara að ganga í erfðir?

Þetta er bara mín skoðun á handónýtu launakerfi og gamaldags kjarabaráttu.

Ég get þó sannarlega verið sammála þér Gísli um að umræðan er á sorglegu plani. 

ble (IP-tala skráð) 9.4.2008 kl. 19:46

5 identicon

Ble! Þú ert illa upplýst kennarabarn, því kennarar vinna af sér páska-,jólafrí- og sumarfrí með því að vinna 43 klst. vinnuviku yfir veturinn.  Fólk eins og þú heldur umræðunni á sorglegu plani..  Lestu það sem þú skrifaðir þá kemstu að því. 

Þórey Birna og Gísli: Takk fyrir hlý orð í garð kennara.

Kennari (IP-tala skráð) 9.4.2008 kl. 22:27

6 identicon

Nám í viðskiptafræði og kennaranám er ekki sambærilegt nám því það síðarnefnda er auðveldasta nám sem hægt er að fara í allir geta tekið það.Það er bráðnauðsinlegt að lengja kennaranámið í 4 ár og nota síðasta árið til að fara með þá á milli vinnustaða og sína þeim að við þurfum flest öll að vinna og einnig að ná úr þeim hrokann sem kennarar greinilega gleypa í sig í náminu

Anna (IP-tala skráð) 9.4.2008 kl. 23:36

7 Smámynd: Þórey Birna Jónsdóttir

Takk fyrir annars nokkuð góðar umræður.

Anna. Auðvitað eru viðskiptanám og kennaranám ekki sambærileg nám en þau eru hvortveggja nám sem tekur þrjú ár að klára. Ég get ekki verið sammála þér í því að kennaranám, hvorki leik- né grunnskólakennaranám sé auðveldara en annað nám í háskóla. Mig langar reyndar að vita hvort að þú sjálf hefur farið í gegnum kennaranám í háskóla. En leik- og grunnskólakennarar fara út í skólana og stunda þar æfingakennslu í amk 2 mánuði af sínu þriggja ára námi.

Hitt er svo annað mál að ef að á að lengja námið í fjögur ár þá tel ég enn meiri ástæðu til að kennarar á hvaða stigi sem þeir kenna fái laun sambærileg þeim.

Ble. Þú talaðir um að hætta ætti að tala um meðalheildar og tala einungis um heildarlaun og ætta að tala um grunnlaun. Málið er það að grunnlaunin eru í raun þau laun sem þú átt að fá fyrir þína 100% vinnu heildarlaunin er það þegar yfirvinnan þín er komin saman við. Vegna þess að fólk vinnur og þarf að vinna mismikla yfirvinnu því þarf að tala um meðalheildarlaun því að það hafa ekki allir sömu heildarlaun, einungis sömu grunnlaun. Þú kemur einnig inn á jóla-páska og sumarfrí. Ég skal nú bara segja þér það að leikskólakennarar taka ekki lengra jóla- eða páskafrí en venjulegt starfsfólk. Kennarar í grunn- og framhaldsskólum gera það hins vegar af því eins og komið hefur fram þá vinna þeir lengri vinnuviku yfir árið.

Fullur. Hvernig getur þú haldið því fram að nemendur beri ábyrgð á sér sjálfir og kennarar beri enga ábyrgð. Kennarar á öllu skólastigum bera mikla ábyrgð. Ég get gefið mér það að þú hafir ekki átt barn innan skólakerfisins. En ég er ansi hreint viss um það að þú yrðir ekki ánægður að fá þau svör á leikskóla barnsins þíns að barnið segjum 2 ára gamalt hafi dottið úr klifurgrindinni og starfsmaðurinn taki bara enga ábyrgð á því að barnið beri ábyrgð  á sér sjálft. 

Það verður alltaf talað um það hversu gott kennarar hafi það og hversu heppnir þeir séu að geta bara verið í fríi meiripartinn af árinu og annað í þeim dúr.

Ég held að fólki væri hollt að prufa að kenna í eitt ár eða svo og ákveða síðan hvort þetta er svona gríðarlega mikil fríðindi að kenna.

Reynum nú að halda í þá fáum sem enn vilja innritast í kennaradeild HA og Kennaraháskólann. Við þurfum á þessu fólki á halda. Hver á annars að kenna börnunum okkar og hafa þau í sinni umsjá á meðan við förum í okkar vinnu. 

Þórey Birna Jónsdóttir, 10.4.2008 kl. 08:56

8 identicon

Kennarar verða að fara að horfast í augu við það að þeir eru löngu búnir að tapa samúð alls almennings og baráttuaðferðir þeirra ganga ekki lengur.

Spurning um að skella forystunni á samninganámskeið þar sem þeir virðast ekki skilja að þegar þú semur þá færðu ekki allt sem þú vilt. Samningar ganga út á að báðir samningsaðilar fái eitthvað sem þeir sækjast eftir, ekki bara annar þeirra, þ.e. sá sem heldur hinum í heljargreipum verkfallsréttar, sendir börnin okkar heim og truflar þannig vinnu okkar hinna (sem þurfum að vinna í 11 mánuði á ári) og nýtir svo fréttamiðlana í baráttu sinni.

Þá sýnist mér þeir einnig þurfa að læra að það eru tvær leiðir til að fara í samninga, sem "deiluaðilar" með andstæð markmið eða tveir aðilar sem ætla að ná sameiginlegu markmiði en á því er mikill hugmyndafræðilegur munur sem skiptir einmitt höfuðmáli í samningum sem þessum... en nei, takið gömlu taktíkina, rífist, rekið kjarabaráttuna í fréttum, hótið verkfalli, farið í verkfall... fólk hlýtur að vera ánægt með það sem þetta hefur fært þeim í gegnum tíðina, eða hvað?

ble (IP-tala skráð) 10.4.2008 kl. 08:58

9 identicon

Takk Þórey fyrir bloggið þitt.

Í ár á að vinna nýja "taktík" í samningaferlinu. Því var lofað þegar grunnskólakennarar framlengdu samninga sína fram í maí. Síðustu kjarasamningar hafa ekki fært kennurum kjarabætur og höfum við dregist aftur úr öðrum stéttum enda voru síðustu samningar nauðung - vondur kostur.

Það er ekki allra að komast í gegnum kennaranám og það er ekki allra að starfa sem kennari. Margir leiðbeinendur sem voru ráðnir inn í grunnskólana í haust geta borið því vitni. Sumir entust ekki út október.

kveðja Bára kennari.

Bára (IP-tala skráð) 10.4.2008 kl. 09:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband