Bloggfærslur mánaðarins, október 2008

Í augnablikinu næst ekki í farsímann, hann utan þjónustusvæðis eða...

það verður sennilega ekki gott að ná í mig næstu klukkutímana þar sem ég hef nýverið lokið við að sækja fyrsta þátt fimmtu seríu af Grey's Anatomy.

 Spenningurinn er í hámarki :)

 

Biddan - McDreamy


Gott kvöld

Það er ekki oft sem ég kemst við þegar ég horfi á sjónvarp. En í morgun var ég að horfa á þátt Ragnhildar Steinunnar, Gott kvöld. Viðmælandi hennar að þessu sinni var hinn margkunni og sumir vilja segja geðþekki Ásbjörn Morthens aka Bubbi. Margir góðir gestir komu fram í þættinum bæði í spjall og einnig til að flytja lög Bubba. Ein þessara góðu gesta var Gréta dóttir Bubba. Hún var að koma fram í fyrsta sinn opinberlega en hún sögn lag eftir pabba sinn ásamt honum og ég ræð mér ekki. Stelpan syngur alveg svakalega vel, hún hefur svo bjarta og virkilega fallegar rödd. Ég vissi ekki fyrr en ég var bara búin að missa mig ein fyrir framan sjónvarpið.

Ég kaupi plötuna hennar um leið og hún kemur út

Biddan kveður - "sérðu ekki við fæddumst til að standa hlið við hlið"


Klukk

Það er ekki hægt að klukka mann þegar maður er súkkat (stikkfrír)! En Stefán Bogi gerði það nú samt og fær hann hóflegar þakkir fyrir.

 

Fjögur störf sem ég hef unnið um ævina:

  1. Bensíntittur í Kaupfélagi Héraðsbúa Borgarfirði eystra
  2. Vaskari og saltari hjá Fiskverkun Kalla Sveins
  3. Gjaldkeri hjá Landsbankanum á Borgarfirði eystra
  4. Innanbúðarmaður hjá Húsasmiðjunni á Egilsstöðum


Fjórar bíómyndir sem ég held upp á:

  1. Stella í orlofi
  2. My best friends wedding 
  3. 10 things I hate about you
  4. Maid in Manhattan


Fjórir staðir sem ég hef búið á:

  1. Borgarfjörður eystri 
  2. Egilsstaðir
  3. Fellbær
  4. Akureyri


Fjórir sjónvarpsþættir sem mér líkar:

  1. Grey's anatomy
  2. Gossip girl
  3. Anna Phil
  4. Alæta á rest


Fjórir staðir sem ég hef heimsótt í fríum:

  1. Ásbyrgi
  2. Foss á Síðu
  3. Möðrudalur
  4. Illugastaðir


Fjórar síður sem ég skoða daglega fyrir utan blogg:

  1. mbl
  2. gmail
  3. thepiratebay
  4. kaupthing


Fernt sem ég held upp á matarkyns:

  1. Hrísgrjónagrautur og súrt slátur
  2. Kjötsúpa
  3. Rjúpur á jólunum
  4. Geitakjöt ala Villi og Elísabet


Fjórir staðir sem ég myndi helst vilja vera á núna:

  1. Bakkavegur 1
  2. Horsense hjá Elsu og Kjabba
  3. á bekknum í Geitavík
  4. Hjá Deddu


Fjórar hljómsveitir eða tónlistarmenn sem ég held upp á:

  1. Ný Dönsk
  2. Emilíana Torrini
  3. Megas
  4. Gréta Morthens (sjá skýringu í blogginu hér á undan)


Fjórir bloggarar sem ég klukka:

  1. já nei ég hef ákveðið að klukkan engan
  2. vinsamlegast færið fram þakkir í athugasemdir hér undir færslunni

 

Biddan kveður-klukkuð eða klikkuð?


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband