Bloggfærslur mánaðarins, september 2008

Í ljósi þessa

Ég hef líka áhyggjur af dönum, þ.e. íslendingunum mínum í Horsense.

En í ljósi frétta dagsins, frétta sem tengjast meðal annars þessari frétt og fleiri fréttum þá er þetta ansi magnað viðtal og rétt viku gamalt.

 

Biddan-hvar eru gömlu góðu sparibaukarnir...Dabbi kæmist aldrei í minn


mbl.is Danir hafa áhyggjur af Íslandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Skemmtileg tilviljun

Það er skemmtileg tilviljun að þessi eftirlitsferð haf einmitt verið farin nú um helgina sökum þess að á föstudagskvöldið var ég í mestu makindum að horfa á sjónvarpið ásamt heitmanni mínu þegar dynur yfir skothríð. Hann gæsaveiðimaðurinn sprettur upp úr sófanum og hrópar "þetta voru haglaskot", hann æðir út í glugga og segir einhverja vera að veiða á Lagarfljótinu, rétt fyrir neðan húsið okkar í Hvömmunum. Ég segi það fjarstæðu því að það sé ólöglegt. Hann æðir út til að staðfesta grun sinn og þegar hann hafi gengið úr skugga um að þetta væru sennilega tvær skyttur með hund hringir hann í lögregluna á Egilsstöðum sem tilheyrir einmitt sýslumannsembættinu á Seyðisfirði. Þegar segjast vera búnir að heyra um málið og ætli að kanna þetta. Skömmu síðar sjáum við lögreglubíl renna niður Hvammana og stoppa. Eftir einhverja stund hverfur hann á brott. Við urðum þess ekki vör að lögreglan aðhefðist eitthvað í málinu.

Ég var vör við annað dæmi sem viðkemur hreindýra og gæsaveiðum nú um helgina en þá voru þrjár hreindýraskyttur að snæðingi í Söluskálanum þar sem ég var einnig að snæða. Einn þeirra þriggja talaði hátt í símann, enda hans ætt ekki þekkt fyrir að liggja lágt rómur. Hann sagðist hafa náð dýrunum þeir hefðu verið tveir saman með tvö leyfi fyrir tveimur törfum. Þegar leið á samtalið kom í ljós að annar tarfurinn hafði verið belja í þokunni. Veiðimanninum fannst þetta nú ekki skipta svo miklu máli. En það sem ég hefði gaman af því að vita er hver var eftirlitsmaður í þessari ferð, er það ekki þeirra hlutverk að koma í veg fyrir að menn skjóti belju fyrir tarf eða hengi bakara fyrir smið!

 

Biddan - með innra eftirlitið á hreinu


mbl.is Eftirlit með veiðimönnum úr lofti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband