Bloggfærslur mánaðarins, júlí 2009
Leyfðu mér að fræða þig fréttamaður góður
Mánudagur, 6. júlí 2009
Þetta gerðist á Lagarfljóti í júlí í fyrra:
Í gær fór Sveinbjörn Valur 53 í það að athuga hvað hann gæti fleitt langt á sleðanum sínum á lagarfljótinu, Skidoo rev 800. Lagði hann af stað frá Lagarfljótsbrúnni í flotgalla með gps-tækið teipað á stýrið á sleðanum. Sigldi svo sem leið lá inn með ströndinni norðanmegin, inn í Fljótsdal snéri við tók sveig inn í Atlavík og til baka eftir miðju fljóti og komst langleiðina til baka, en þurfti að taka land rétt fyrir innan Egilsstaði vegna bensínleysis. Já þá voru allir 40 lítrarnir búnir úr tanknum. þegar hann tók land hafði hann samkvæmt gps-tækinu siglt 50.6 kílómetra. Já geri aðrir betur. Kláraði hann svo ferðina að brúnni eftir að hafa fengið bensín sent með jet-ski til sín. Hafði hann þá siglt í heildina 60.6 kílómetra. Svo er bara spurningin um það hvað íslandsmetið sé í þessari sérstöku siglingagrein. Vita menn allavega ekki til þess að farið hafi verið lengra en 18 kílómetra á bergvatni.
Þessar upplýsingar fengust hjá Tarfinum(www.123.is/tarfurinn)og þakka ég honum fyrir þær.
Þá vita menn það að þetta hefur verið reynt áður og tekist með eindæmum vel.
Húsvískur ofurhugi á Skjálfanda | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)