Bloggfærslur mánaðarins, júlí 2008

Samband við alheiminn komið á

Ég veit ég sagðist ætla að lýsa skoðun minni á undarlegum ákvarðanatökum bæjarstjórnarinnar á Fljótsdalshéraði en ég einfaldlega nenni því ekki. Ef einhver er æstur í að ræða þessi mál við mig getur sá hinn sami haft samband.

Annars er það helst að frétta að ég er komin í sumarfrí í fyrsta skipti á ævinni. Það sem af er þessu fjögurra vikna sumarfríi mínu er ég búin að vinna fyrstu vikuna í leikskólanum (gott) leysa af í sumarbúðum við Eiðavatn og skila þar einum 60 vinnustundum frá sunnudegi til miðdegis á fimmtudag. En er nú komin heim og ætla að slaka á næstu daga, það er að segja ef það verður ekki hringt frá álverinu eða Forsetaskrifstofunni og ég beðin að leysa af þar. Skemmtilegt að vera í sumarfríi ég er að hugsa um að sleppa því á næsta ári.

En ég talaði um að vera komin heim og ætla að slappa af. Við skötuhjúin erum sem sagt flutt í okkar eigið húsnæði á Fljótsdalshéraði þó enn í Norður-Múlasýslu eins og Stefán læknir orðaði það um daginn. Við leigjum nú í Fjóluhvammi 8 og höfum það líka svona ansi huggulegt, vatnar reyndar sófasett en það er kínverskt stemming í stofunni þar til sófasettið hefur fundist.

Við hjónaleysin fórum og kíktum í pakkann áðan og þó svo mér leiðist sögur af óléttum konum og líðan þeirra á og eftir meðgöngu þá get ég sagt ykkur það að mér hefur aldrei liðið betur, finn ekki fyrir óeðlilegu líkamsástandi öðru en því að ég blæs út. Sökum þess hef ég haft samband við Einar veðurfræðing og óskað eftir blíðu á Austurlandi svo ég getið gengið um nakin þar sem flest mín eðlilegu föt eru hætt að passa. Í öðrum óspurðum fréttum er það að segja að pakkinn verður sennilega opnaður 24. nóvember n.k.

fleira er ekki í fréttum að sinni-það er heitt á könnunni og kalt í ísskápnum í Fjóluhvammi 8

Verið velkomin-Biddan bústin að vanda 


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband