Bloggfærslur mánaðarins, júní 2008

Gott að ákvarðanir bæjarstjórnar séu loksins orðnar meðvitaðar!

Ég held að það sé vissara að melta þess frétt áður en maður setur mark sitt á hana. Betra að segja ekkert í reiði. Ég las samt um þetta sama mál í blaði Austurgluggans fyrir þessa viku, það var virkilega áhugaverð lesning.

 Þetta er hluti af því tekið af austurglugginn.is

Risaframkvæmd bæjarins án útboðsPDFPrentaRafpóstur
Skrifað af Austurglugginn   
fimmtudagur, 26 júní 2008
 
Síðast uppfært ( fimmtudagur, 26 júní 2008 )
 

Í Austurglugganum í dag er fjallað um viðbyggingu Grunnskólans á Egilsstöðum. Sagt er frá því að áætlaður heildarkostnaður framkvæmdarinnar er eitt þúsund og sex hundruð milljónir.

Framkvæmdir er þegar hafnar. Ekkert útboð hefur farið fram vegna hönnunar eða framkvæmda við bygginguna, en Fasteignafélag í eigu bæjarins er sagt vera framkvæmdaraðili verksins. Framkvæmdir á vegum sveitarfélaga sem fara yfir 390 milljónir er skylt að bjóða út á Evrópska Efnahagssvæðinu.

Sigurður B. Halldórsson, lögfræðingur Samtaka Iðnarins segir í samtali við Austurgluggann í dag að hann telji að framkvæmdin sé útboðsskyld á Evrópska Efnahagssvæðinu. “Mér sýnist á öllu að verkið sé útboðsskylt,” segir hann.

Fram kemur að áætlaður kostnaður við bygginguna sé 350 þúsund krónur á fermetrum. Verkfræðingur staðfestir að kostnaðurinn sé í efri mörkum. Jafnframt er sagt frá því að fermetraverð við umdeilt hús Orkuveitunnar í Reykjavík var 220 þúsund krónur á fermeterinn.

Soffía Lárusdóttir, forseti bæjarstjórnar, segir að verkið sé ekki útboðsskylt. Hún fullyrðir framkvæmdin sé 30% ódýrari með því að fara þá leið sem Fljótsdalshérað fer við framkvæmdina. Hún segir verklag bæjarins hafið yfir allan vafa.

Eftir því sem Austurglugginn kemst næst hafði Fljótsdalshérað ætlað Fasteign ehf. að byggja og reka nýja grunnskólabyggingu á Egilsstöðum. Þegar Fasteign ehf. tókst ekki að fjármagna framkvæmdirnar, stofnaði sveitarfélagið Fasteignafélag um framkvæmdirnar sem þegar voru hafnar. Austurglugginn hefur ekki fengið upplýsingar um samninga milli Fasteignar ehf. og bæjarins.

Bergur Hauksson framkvæmdastjóri Fasteignar ehf. segir að félagið þjónusti Fasteignafélag Fljótsdalshérað. “Hugmyndin er að Fasteign ehf. eignist síðar grunnskólann.” segir Bergur í samtali við Austurgluggann í dag.

 

Kynnið ykkur málið enn frekar í blaði austurgluggans.

 

Biddan - ekki sátt sem nýr íbúi Fljótsdalshéraðs/spurning um að flytja til Tótu í Fljótsdalinn


mbl.is Meðvituð ákvörðun að bíða með framkvæmdir á Egilsstöðum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Engin Bræðslukreppa segir Austurglugginn

„Þetta er í fyrsta skipti sem við fáum beinar fyrirspurnir um miða og þjónustu erlendis frá,“ sagði Arngrímur Viðar Ásgeirsson, einn tónleikahaldara, í samtali við Austurgluggann í morgun. Hann sagði miðasöluna fara vel af stað, í gærkvöldi hefði þriðjungur þeirra eitt þúsund miða sem til eru verið seldir. „Það er engin Bræðslukreppa.“ Opnað var fyrir miðasölu á fimmtudag.

Sú breyting hefur orðið frá upphaflegri dagskrá að hin færeyska Eivör Pálsdóttir kemur fram í stað Emilíönu Torrini. Sú síðarnefnda kemst ekki vegna anna við plötuupptöku. „Emilíana kemur alltaf aftur,“ sagði Arngrímur, en hún spilaði á tveimur fyrstu Bræðslutónleikunum.

Aðalgestur tónleikanna verður írska söngvaskáldið Damien Rice en Magni kemur einnig fram. Miðasala fer fram í verslunum BT og á midi.is.

Að sögn Austurgluggans er þriðjungur miðanna seldur eða 333.3333333333333333 sem er 1/3 af 1000:) 

Spurning um að festa sér miða. Maður hefur ekkert frétt af gæslu spurning um að kanna málið hjá nýrri stjórn Sveinunga sem hleypur sennilega eins og köttur í kringum heitan graut í von um að fá væna peningafúlgu fyrir gæslu á tónleikunum. 

Biddan kveður að sinni, styttist í B.Ed-skírteinið og hálfrar aldar gamla móður


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband