Hvað er með Björn Þorláksson

Hvað í ósköpunum gengur eiginlega að Birni Þorlákssyni fréttamanni stöðvar 2 á Akureyri.

Hann flutti frétt af komu Sæfara til heimahafnar í kvöldfréttum stöðvar2 í kvöld. Meginþráður fréttarinnar var sá að margir farþeganna hefðu orðið sjóveikir og blóðlausir í andliti á meðan á ferð stóð og þurft að leggjast í koju.

 

Er það aðalmálið? Hann minntist ekkert á frestunina talaði ekki við nokkurn heimamann og spurði samgönguráðherra aðallega út í að hann hefði lagst í koju og Valgerður Sverrisdóttir í næstu koju við hlið hans.

 

Er þetta fréttaflutningur stöðvar2 í dag eða er eitthvað að Birni Þorlákssyni?

 

kær kveðja af Norðurlandinu - Þórey - kannski maður skelli sér til Grímseyjar um helgina?? 


mbl.is Sæfari til heimahafnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæl Þórey, þakka þér frísklegt innlegg. Augljóslega orkar allt tvímælis þá  gjört er og það er gömul saga og ný að því fylgir áhætta að slá á létta strengi í fréttum. Þú hefur sé ég ekki haft húmor fyrir efnistökunum.

Hitt þykir mér verra - og þess vegna bregst ég við hér - að þú ferð ranglega með að ekki hafi verið rætt við heimamenn. Inngangur og burðarstykki fréttarinnar var ánægja heimamanna með samgöngubótina og þar fór oddviti Grímseyinga fremstur í flokki í viðtali sem birt var. Þá vona ég að söngur skólabarna og önnur stemmning glaðværðar hafi ekki farið framhjá þér. Það var hins vegar vísvitandi sem ég hlífði áhorfendum við staglinu um tafirnar og peningana - svona einu sinni.

Gangi þér svo vel í leikskólanum.

-Björn Þorláksson

Björn Þorláksson (IP-tala skráð) 14.4.2008 kl. 19:07

2 Smámynd: Þórey Birna Jónsdóttir

Já þú fyrirgefur Björn þó að gleði heimamanna hafi týnst innan um lýsingar á ælum og blóðleysi í andlitum ráðamanna þjóðarinnar. 

Þórey Birna Jónsdóttir, 15.4.2008 kl. 12:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband