Svona er bara lífið!!
Þriðjudagur, 8. apríl 2008
Þessa setningu notar lítill vinur minn óspart við öll tækifæri og á hún svo sannarlega oft við.
Nú þegar lítið er að frétta lendi ég oft að skoða eitthvað miður áhugavert en samt...
eins og þetta
BOGMAÐUR og BOGMAÐUR
Getur eitthvað komið í veg fyrir að þessar bjartsýnu og lífsglöðu félagsverur finni hvorn annan? Ja, það væri þá ekki nema hreinskilnin sem Bogmaðurinn er svo hreykinn af - hún kemur oft illa við aðra og það á einnig við um aðra Bogmenn! En þeir eru óneitanlega hrifnir hvor af öðrum og sambandið verður aldrei dauflegt eða tilbreytingarsnautt.
Já þetta á sennilega að segja mér hvernig við Daði eigum saman!!! En þeir sem þekkja okkur eitthvað vita sennilega hvað bið erum ansi ólík á köflum, ég verð til dæmis ekki vör við það hann sé svona hreinskilinn eins og ég get verið. Stundum kemur hreinskilnin mér reyndar í koll en þeir sem þekkja mig fyrirgefa mér hana oftast. ;)
Annars var hann ansi hreint hreinskilinn um helgina þegar við vorum að fara út að borða með Tréborg og ég var komin í gallabuxur og bláa síða peysu, þegar hann sagði svo smekklega..."áttu enga aðra peysu til að fara í". Þetta vakti ekki mikla kátínu hjá mér eins og þið sennilega getið ímyndað ykkur
En, takk fyrir þetta tilgangslausa blogg.
Pabbi er í heimsókn, ætla að fara að leika við hann og Sesar!!
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.