Þetta gleður mig!

Tekið af heimasíðu Háskólans á Akureyri

miðvikudagur 21. maí 2008

Dagmar Ýr og Guðrún María ráðnar

Guðrún María KristinsdóttirDagmar Ýr StefánsdóttirBúið er að ráða Dagmar Ýr Stefánsdóttur í starf forstöðumanns markaðs- og kynningarsviðs og Guðrúnu Maríu Kristinsdóttur í starf ritara rektors. Dagmar mun hefja störf 1. júní en Guðrún María 1. ágúst.

 

Dagmar Ýr Stefánsdóttir kemur í stað Jónu Jónsdóttur sem lætur af störfum eftir sjö ára starfsferil. Dagmar Ýr er með B.A.-próf í fjölmiðlafræði frá Háskólanum á Akureyri. Hún hefur verið fréttamaður á sjónvarpsstöðinni N4, auk þess sem hún hefur komið að tilfallandi verkefnum hjá félagsvísinda- og lagadeild HA. Dagmar var valin úr hópi 32 umsækjenda og hefur störf 1. júní.

Guðrún María Kristinsdóttir kemur í stað Laufeyjar Sigurðardóttur en hún lætur af störfum sem ritari rektors eftir níu ára starfsferil. Guðrún María er með B.A.-próf í fornleifafræði og safnafræði frá Háskólanum í Lundi og hefur einnig stundað nám í opinberri stjórnsýslu. Hún hefur verið safnstjóri Minjasafnsins á Akureyri frá árinu 1998, en hefur störf sem ritari rektors 1. ágúst nk. Guðrún var valin úr hópi 15 umsækjenda um starfið.

heimild:http://www.unak.is

Það gleður mig svo mikið að Dagmar hafi hlotið þetta starf úr 32 manna hópi. Þú átt eftir að standa þig með prýði eins og í öllu sem þú tekur þér fyrir hendur. Gangi þér vel!!

 Biddan-að springa úr stolti!


Áramótaskaupið var og verður sennilega snilld

Það er ekkert skemmtilegra en gamalt sjónvarpefni. Þegar þið eruð búin að horfa í 2mín og 50sek byrjar eitt mesta snilldaratriði í íslensku áramótaskaupi

ENJOY

 

Biddan kveður-vinnandi manneskja


Tíminn er kominn!

Nú er stundin upp runninn. Stundin sem ég hélt í janúar að myndi aldrei koma. Sú stund þegar ég væri búin að skila lokaritgerðin, ritgerðinni sem ég hélt meiripart skólagöngu minnar í HA að ég gæti ekki skrifað, það væri ekki sjéns. Sú stund þar sem ég væri búin að skila öllum verkefnum vetrarins, sem í byrjun vetrar virtust ansi mörg og flókin og sú stund þar sem ég væri búin að ljúka lokaprófum misserisins. Sú stund er sem sagt upp runnin og ég veit bara ekkert hvað ég á af mér að gera. Ég þarf reyndar að flytja í Fellabæinn um helgina og fæ stóran flutningabíl á vegum KHB-mafíunnar með olíusparnaðarbílstjórann tengdaföður minn sem einkabílstjóra einnig mun faðir minn fljóta með sem aðstoðarbílstjóri en þar sem hann er þekktur fyrir að kitla pinnan þá er honum ekki treyst fyrir því að keyra því að olían er svo dýr og hann eyðir henni svo hratt :)

Það er eins og ég segi (máltæki konu sem ég vann einu sinni með) ætli ég verði ekki að fara að pakka. Ég myndi svo sannarlega æða í það, því illu er best aflokið, nema hvað að kassarnir fjörutíu sem tengdafaðir minn sendi mér með flutningabíl í gær skruppu aðeins á Húsavík að tjékka á stemmningunni. Þess í stað sit ég í stofunni á Strandgötu 43, sennilega í síðasta skiptið og slæpist með Kjabba og Sigmari.  

 En það eru merk tímamót í lífi mínu þessa dagana, ég er búin með leikskólakennarafræði við Háskólann á Akureyri, ég er reyndar ekki búin að fá út úr prófunum en ég hef ekki fallið í Háskólanum til þessa og ætli sé nokkuð staður né stund til að fara að byrja á því núna. Þann 14. júní mun ég síðan taka við skírteininu sem staðfestir það að ég megi taka í krakka og rassskella þau (nei djók). Þetta eru sum sé merk tímamót í lífi mínu því að fyrir þremur árum þegar ég flutti í Búðarfjöru 5 og hóf nám í leikskólakennarafræðum vissi ég að þessi stund myndi renna upp ég en vissi hins vegar ekki að tíminn myndi líða eins fljótt og raun ber vitni.

 

Jæja ég er að hugsa um að hætta þessarri ferð niður braut minninganna

kveðja Þórey-ég stend á skýi/tímamótum 


Nú er veturinn liðinn!

Þegar síðasti þáttur Spaugstofunnar hefur runnið sitt skeið og þeir félagar hafa flutt eða eins og í kvöld fengið aðra til að flytja lagið "Yfir til þín" þá er veturinn liðinn og sumarið á næsta leyti.

Spaugstofumenn hafa flutt þetta lag í lokaþætti sínum síðan 1992 að ég best veit og vona ég svo sannarlega að þeir geri það líka að ári þegar síðasti lokaþáttur þeirra verður settur í loftið.

Ég fann lagið því miður ekki á Youtube þannig að textinn verður að duga þangað til annað kemur í ljós en ef að einhver kannast ekki við lagið þá er minnsta málið að koma við í kaffi og ég skal með glöðu geði syngja það fyrir viðkomandi.

 

Takk fyrir veturinn!

Yfir til þín

 
 Yfir til þín mín þjóð við sjónvarpsskjáinn
 
Yfir til þín í þrengingum og neyð
 
Yfir til þín sem þenkir útí bláinn
 Em 
og þakkar kynni náinn
 
af hrútspungum og skreið

 
Yfir til þín sem skuldavegginn skokkar
 
Yfir til þín sem þekkir heimsins tál
 
Yfir til sem veist að ástand okkar
 Em 
á ystu nöfum rokkar
 
og er hið versta mál

            
            Úr bæ er burtu  vetur
            Em 
            og birtan myrkrið étur
            D7 G7 
            vor gamli draumur getur ennþá ræst  
            
            sú ósk er okkur hvetur
            Em 
            var eitt sinn færð í letur
            
            það gengur bara betur næst

 
Yfir til þín á vorsins vængjum flýg ég
 
Yfir til þín ber ljósvakinn mitt ljóð
 
Yfir til þín í vænginn við þig stíg ég
 Em 
og um það engu lýg ég
 
mín elsku frónska þjóð

            
            Úr bæ er burtu vetur
            Em 
            og birtan myrkrið étur
            D7 G7 
            vor gamli draumur getur ennþá ræst  
            
            sú ósk er okkur hvetur
            Em 
            var eitt sinn færð í letur
            
            það gengur bara betur næst


Höfundur texta: Karl Ágúst Úlfsson
 
ÞóreyBirna - í syngjandi sumarsveiflu 

 


bíddu-bíddu

Hvað er að gerast! Þurfa náttúruverndarsinnar að éta hattinn sinn í dag?

Verði þeim bara að góðu!

Þórey Birna-meira ál minni mengun Whistling


mbl.is Minni mengun frá álverum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Gleðilegt sumar

Á sumardaginn fyrsta

var mér gefin kista

styttuband og klútur

mosóttur hrútur.

 

Gleðilegt sumar og takk fyrir veturinn!

á tenglinum hér fyrir ofan má finna frábært myndband eftir Guðjón Braga STefánsson við lag eftir Dúkkulísurnar, kíkið á það! 

 


Damien Rice, Emilíana Torrini og Magni í Bræðslunni í sumar

Tónlistarhátíðin Bræðslan verður haldin á Borgarfirði helgina 25. - 27. júlí í sumar.  Þetta verður í fjórða sinn sem hátíðin verður haldin en undanfarin ár hafa komið þar fram Emilíana Torrini, Belle & Sebastian, Magni, Megas og Senuþjófarnir, Lay Low, Aldís og Jónas Sigurðsson.  Bræðslan hefur vakið mikla lukku þau 3 ár sem hún hefur verið haldin og hafa um 1.000 manns sótt hana að jafnaði.  Íbúafjöldi Borgarfjarðar Eystri telur um 150 manns og því hefur verið um töluverða margföldun að ræða þessa helgi í þorpinu.  Tónlistarhátíðin Bræðslan dregur nafn sitt af gamalli síldarbræðslu Borgfirðinga þar sem tónleikar hátíðarinnar fara fram í ansi skemmtilegri umgjörð.

Það er Bræðslunni mikill heiður að uppljóstra um dagskrána í sumar því hún er ekki af verri endanum.

Írska söngvaskáldið Damien Rice hefur boðað komu sína en Damien ætti að vera allnokkrum íslendingum að góðu kunnur enda komið hingað þrisvar til tónleikahalds.  Tvisvar hefur Damien spilað fyrir troðfullu húsi á NASA og svo tók hann þátt í náttúrutónleikunum í Laugardalshöll á sínum tíma.  Damien hefur gefið út tvær plötur á ferlinum sem selst hafa í miljónum eintaka og því um mikinn hvalreka að ræða fyrir Bræðsluna.

Emilíana Torrini ætlar að koma fram á Bræðslunni í sumar.  Emilíana er að hluta til ábyrg fyrir því að Bræðslan fór af stað á sínum tíma því hún kom fram fyrsta árið sem hún var haldin og svo einnig árið eftir og þá dró hún Belle & Sebastian með sér.  Emilíana tók sér frí í fyrra en mætir nú aftur í Bræðsluna galvösk.  Emilíana er búin að helga tíma sínum undanfarið við upptökur á nýrri plötu sem væntanleg er á þessu ári.

Magni kemur einnig fram í Bræðslunni í sumar.  Magni er íslendingum að sjálfsögðu vel kunnur sem forsprakki Á móti sól og ekki síst fyrir þátttöku sína í Rockstar Supernova.  Magni er fæddur og uppalinn á Borgarfirði Eystri og hefur verið einn af skipuleggjendum hátíðarinnar með Áskeli Heiðari bróður sínum.  Magni mun að öllum líkindum koma fram einn síns liðs í Bræðslunni í sumar.

Fyrirkomulag forsölu á Bræðsluna verður kynnt von bráðar en dagskráin og helgin er ljós þannig að fólk getur farið að taka helgina frá.
 
tekið af: http://www.borgarfjordureystri.is 

Himininn er að hrynja!

Kannski eru spádómar unga litla að rætast.

Himininn er að hrynja!


mbl.is Járnstykki féll af himnum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvað er með Björn Þorláksson

Hvað í ósköpunum gengur eiginlega að Birni Þorlákssyni fréttamanni stöðvar 2 á Akureyri.

Hann flutti frétt af komu Sæfara til heimahafnar í kvöldfréttum stöðvar2 í kvöld. Meginþráður fréttarinnar var sá að margir farþeganna hefðu orðið sjóveikir og blóðlausir í andliti á meðan á ferð stóð og þurft að leggjast í koju.

 

Er það aðalmálið? Hann minntist ekkert á frestunina talaði ekki við nokkurn heimamann og spurði samgönguráðherra aðallega út í að hann hefði lagst í koju og Valgerður Sverrisdóttir í næstu koju við hlið hans.

 

Er þetta fréttaflutningur stöðvar2 í dag eða er eitthvað að Birni Þorlákssyni?

 

kær kveðja af Norðurlandinu - Þórey - kannski maður skelli sér til Grímseyjar um helgina?? 


mbl.is Sæfari til heimahafnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þetta er fólkið sem elur upp þau sem landið eiga að erfa!

Mér finnst þetta hóflega um beðið hjá kennurum. Þetta er sú stétt sem ber ábyrgð á þeim sem erfa eiga landið átta tíma á dag 365 daga á ári.

Mér finnst tími til kominn að sveitarfélögin fari að meta það við kennara að þeir bera mjög mikla ábyrgð.

Kennarar hafa varið a.m.k. þremur árum í háskólanám líkt og hver annar viðskiptafræðingur en af því að kennarar bera "bara" ábyrgð á börnunum okkar en ekki á útreikningum á vexti krónunnar þá þarf ekki að borga þeim sómasamleg laun.

Viljum við einkavætt skólakerfi, yrði það sanngjarnt fyrir öll börn í þessu landi.

Mín skoðun er svo verði ekki.

Borgum kennurum sómasamleg laun fyrir að mennta gullmolana okkar!


mbl.is Kennarar telja að laun eigi að hækka um 24-46%
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband